Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 16:45

Axel á glæsiskori 68 höggum!!!! Komst í gegnum niðurskurð á Evrópumóti einstaklinga

Axel Bóasson, GK, var á glæsilegu skori í dag, 4 undir pari, 68 höggum á International European Amateur Championship eða Evópumóti einstaklinga, sem fram fer á Írlandi. Á hringnum fékk Axel 5 fugla og 1 skolla.

Þar með flaug Axel í gegnum niðurskurð á samtals 3 undir pari, samtals 213 höggum  (71 74 68) og er  í 26. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum þ.á.m. Englendingnum Garrick Porteous, sem spilaði á Hvaleyrinni á European Men´s Challenge Trophy.

Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari og komust Ólafur Björn Loftsson, NK og Kristján Þór Einarsson, GK ekki í gegnum niðurskurð.

Golf 1 óskar Axel góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á International European Amateur Championship eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: