Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 01:00

PGA: Tiger – Vijay og Carl Pettersson deila 1. sætinu eftir 2. dag PGA Championship

Tiger kom sér í 1. sætið á PGA Championship risamótinu í dag og nú spyrja menn sig hvort hann sé tilbúinn að vinna 15. risamót sitt? Með sigri myndi hann ekki aðeins saxa á forystuna sem Jack Nicklaus hefir í 18 risamótameti sínu, heldur einnig komast í 1. sæti heimslistans að nýju.

Hann deilir 1. sætinu með Vijay Singh og forystumanni gærdagsins, Carl Pettersson.  Allir eru þeir 3 búnir að spila á samtals 4 undir pari, hver: Tiger (69 71); Vijay (71 69) og Carl Pettersson (66 74) eða samtals 140 höggum hver.

Í 4. sætinu er Englendingurinn Ian Poulter, 1 höggi á eftir forystunni og í 5. sæti eru Rory McIlroy og Walesverjinn Jamie Donaldson á 2 undir pari, 142 höggum.

Adam Scott er í hópi 4 kylfinga sem deila 7. sætinu á 143 höggum eða 1 undir pari samtals, hver.

Ýmsir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Sergio Garcia, Martin Kaymer, Lee Westwood og Matteo Manassero.

Til þess að sjá stöðuna þegar PGA Championship er hálfnað SMELLIÐ HÉR: