Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 11:30

Úrslit eftir 1. dag sveitakeppna GSÍ – 1. deild kvenna

Niðurstöður eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ í 1. deild kvenna var eftirfarandi:

1. deild kvenna – Spilað er á Garðavelli á Akranesi (hjá GL)

Í 1. deild kvenna keppa 8 sveitir, líkt og hjá körlunum (sveitir GA, GK, GKG, GKJ, GR, GS,  GVG og NK) og og fóru jafnmargir leikir fram í gær, á fyrsta degi sveitakeppninnar.

A-Riðill (Í þeim riðli keppa GKG, GR, GS og GVG )

Í þeim riðli bar helst til tíðinda að GKG vann báða leiki sína hlaut 5 vinninga gegn 0 á móti GVG og 4 vinninga gegn 1 í leik sínum gegn GS. Eini vinningur GS gegn GKG konum var þegar Karen Guðnadóttir vann nýbakaðan Íslandsmeistara í holukeppni 15-16 ára telpna Gunnhildi Kristjánsdóttur 5&4.

GR vann jafnframt báða leiki sína gegn GVG 5-0 og gegn GS 5-0. GR-konur eru því efstar í A-riðli með fullt hús stiga.

Staðan í A-riðli 1. deildar kvenna eftir 1. dag er því eftirfarandi:

1. sæti GR  (vann 2 sveitir og  10 leiki af 10)

2. sæti GKG ( vann 2 sveitir og 9 leiki af 10)

3. sæti GS (tapaði fyrir 2 sveitum og 1 leiki af 10)

4. sæti GVG (tapaði fyrir 2 sveitum og vann 0 leiki af 10)

————————————————————–

B-Riðill (Í þeim riðli keppa GA, GK, GKJ og NK)

Frábær kvennasveit GK vann báða leiki sína 5-0 þ.e. gegn GA og NK.  GKJ sigraði sveit GA naumlega 3-2 og leikur GKJ gegn NK fór þannig að NK vann naumlega 3-2.  Þær í sveit GA sem unnu leiki sína voru Halla Berglind Arnarsdóttir og Petrea Jónasdóttir sem unnu í fjórmenningi gegn þeim Örnu Rún Krstjánsdóttur og Kristínu Maríu Þorsteinsdóttur, í GKJ 4&2 og eins vann hin unga Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA, Rut Héðinsdóttur í GKJ.

Staðan í B-riðli 1. deildar kvenna eftir 1. dag er því eftirfarandi:

1. sæti GK (vann 2 sveitir og  10 leiki af 10)

2. sæti GKJ  (vann 1 sveit og 5 leiki af 10)

3. sæti NK ( vann 1 sveit og 3 leiki af 10)

4. sæti GA (tapaði fyrir 2 sveitum og vann 2 leiki af 10)