Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 12:30

LPGA: Chella Choi í forystu þegar Jamie Farr Toledo Classic er hálfnað

Chella Choi leiðir þegar Jamie Farr Toledo Classic sem fram fer í Highland Meadows, í Sylvanía, Ohio er hálfnað.

Choi var í forystu fyrir löndum sínum frá Suður-Kóreu sem eru ofarlega í mótinu.  Í gær var hún á 4 undir pari, 67 höggum og er samtals 9 undir pari.

Öðru sætinu deila löndur Choi: Inbee Park og Hee Kyung Seo en einnig Mika Miyazato frá Japan, en þær eru allar 1 höggi á eftir Choi.

Bandaríski topp-kylfingurinn Stacy Lewis, sem fæddist í  Toledo, Ohio og má í raun segja að hún sé „heimakona“ á heimaslóðum, er 4 höggum á eftir þ.e. á samtals 5 undir pari og deildir 14. sæti ásamt 5 öðrum kylfingum.

Margir góðir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Yani Tseng, Ai Miazato, Azahara Muñoz og Michelle Wie.

Til þess að sjá stöðuna þegar Jamie Farr Toledo Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR: