Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 10:15

Stefánía Kristín Valgeirsdóttir – klúbbmeistari GA – fer til náms og golfleiks í Bandaríkjunum í haust

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir heldur til Bandaríkjana í haust til náms. Hún fékk bæði íþróttastyrk og námsstyrk í Pfeiffer University í Norður-Karólínu og mun hún spila fyrir golfliðið í skólanum. Skólinn er ekki mjög stór, en rúmlega 2.000 nemendur stunda nám við hann og stefnir Stefanía á að læra sjúkraþjálfun og líffræði. Hún útskrifaðist frá MA, 17. júní s.l.

Til þess að lesa nýlegt viðtal Golf 1 við háskólanemann verðandi SMELLIÐ HÉR: 

Frekari upplýsingar um má finna á íþróttasíðu skólans: SMELLIÐ HÉR: 

Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu velfarnaðar í námi og golfinu og mun fylgjast vel með henni í haust og vetur – Innilega til hamingju með styrkina!

Heimild: gagolf.is