Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 09:00

Strákarnir í Golfskálanum búnir að setja upp skemmtilega ferð til El Plantio í Alicante í haust

Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá „strákunum í Golfskálanum“:

„Ágæti kylfingur – við hjá Golfskálanum erum í samvinnu við Úrval Útsýn búnir að setja upp skemmtilega golfferð til Plantio á Spáni 23.-30. október. Ef þú ert í einhverjum pælingum um golfferð í haust þá hvetjum við þig til að skoða þessa ferð. Um er að ræða flotta ferð á góðu verði með nánast öllu inniföldu í verðinu.

Förinni er heitið til Plantio Golf Resort sem er frábærlega staðsett, aðeins í 5 mín. akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante og 10 mín. fjarlægð frá miðbæ Alicante.

Í þessari ferð bjóðum við upp á skemmtilega dagskrá, flotta gistingu, góða golfaðstöðu, allt innifalið í mat og drykk og, stuttan akstur til og frá flugvelli, veglega vinninga í golfmótumog nálægð við verslanir, skemmtanir og menningu í Alicante.

Gist verður í glæsilegum íbúðum á Plantio. Íbúðirnar hafa allar lágmark tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og þvottaherbergi með þvottavél og þurkara.

Á Plantio Golf Resort er flottur 18 holu völlur sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Einnig er góður 9 holu par-3 völlur og gott æfingasvæði þar sem slegið er af grasi.

Plantio hefur fengið ákaflega góðar viðtökur hjá íslenskum kylfingum frá því fyrstu farþegarnir fóru þangað á vegum ÚÚ fyrir tveimur árum síðan. Enda hefur Plantio upp á flest að bjóða sem prýða má góðan golf-áfangastað. Þetta er tilvalið tækifæri til að lengja golftímabilið við góðar aðstæður og í skemmtilegum félagsskap. Athuga skal að sætaframboð er takmarkað og það borgar sig því að bóka sem fyrst.

Hér er stutt MYNDBAND með kynningu á Plantio Golf Resort.

Innifalið í verði ferðarinnar er:
-Flug með sköttum og flutningi á golfsetti
-Akstur milli flugvallar og hótels
-Gisting í 7 nætur
-Allt inifalið í mat og drykk, (sjá nánar á heimasíðu ÚÚ)
-Ótakmarkað golf í 7 daga
-Golfkerra
-Fjögur skemmtileg golfmót
-Teiggjöf frá Golfskálanum og Úrval Útsýn
-Íslensk fararstjórn
-Athugið – golfbíllinn kostar 20 evrur allur dagurinn, (10 evrur á mann ef tveir deila bíl)

Verð:
2 í íbúð – 189.900 kr
3 í íbúð – 184.900 kr
4 í íbúð – 182.900 kr
1 í íbúð – 214.900 kr

Drög að dagskrá:
23.10 – Brottför frá Keflavík kl. 16:00. Koma á hótel um kl. 24:00.
24.10 – Golf um morguninn, kynnast vellinum og ferðafélögum
25.10 – Mót um morguninn- (Texas Scramble) og svo frjálst golf eftir hádegi
26.10 – Mót um morguninn – (Liðakeppni) og svo frjálst golf eftir hádegi
27.10 – Frjálst golf allan daginn
28.10 – Mót um morguninn – (Evrumótið) og svo frjálst golf eftir hádegi
29.10 – Mót um morguninn – (Golfskála & ÚÚ mótið) – og svo frjást golf eftir hádegi – Lokahóf um kvöldið
30.10 – Frjálst golf allan daginn. Brottför frá Alicante kl. 23:30.
Nánari útfærsla á mótunum og dagskrá verður kynnt farþegum þegar nær dregur ferð.

Í golfmótunum verða veglegir vinningar frá Golfskálanum og Úrval Útsýn. Í verðlaun verða inneignir hjá Golfskálanum upp á 250 þúsund krónur. Sama upphæð í inneignum verða í verðlaun frá Úrval Útsýn. Heildarverðmæti vinninga verður því um 500 þúsund krónur.

Eru 7 dagar ekki nóg?
Hægt er að lengja ferðina til 03.11. Verð miðað við tvo saman í íbúð er þá 249.900 kr á mann.

Ótakmarkað golf:
Við eigum frátekna rástíma um kl. 09:00 alla dagana þannig að það gefst góður tími til að spila meira en 18 holur á dag. Eins og gengur og gerist þá er golf eftir hádegi háð því að til séu lausir rástímar. Síðustu tvö ár hefur það sjaldnast verið vandamál að fá rástíma eftir hádegi og allir sem vilja spila 27/36 holur hafa átt kost á því.

Allt innifalið í mat og drykk:
Á Plantio er allt innifalið í mat og drykk. Morgun og kvöldmatur er í aðalhúsinu hjá íbúðunum, (vín með kvöldmatnum innifalið), en hádegismaturinn er í klúbbhúsinu. Farþegum býðst að útbúa sér samloku/nesti í morgunmatnum til að taka með sér út á völl. Einnig fá farþegar vatn í morgunverðarsalnum til að taka með sér í golfið. Utan þessa er hægt að fá innlenda óáfenga og áfenga drykki auk smárétta án endurgjalds á hótelinu frá því morgunmat lýkur og fram til kl 23:00.

HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ FERÐINA. Ef þú þarf frekari upplýsingar þá hafðu samband við Ingiberg hjá ÚÚ í netfanginu bergur@uu.is

Kveðja frá strákunum í Golfskálanum“