Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 08:30

PGA: Pettersson leiðir í Segdefield – hápunktar og högg 1. dags

Í gær hófst Wyndham Championship mótið í Sedgefield Country Club í Greensboro, Norður-Karólínu. Sá sem leiðir eftir 1. dag mótsins er kylfingurinn með ríkisföngin tvö Carl Pettersson en hann er bandarísk-sænskur. Í gær var Pettersson á glæsilegum 8 undir pari, 62 höggum.

Í 2. sæti eru Tim Clark frá Suður-Afríku og Bandaríkjamaðurinn David Mathis, á 7 undir pari og 63 höggum.

í 4. sæti eru Bandaríkjamennirnir Tom Gillis, Scott Stallings og Troy Matteson á 6 undir pari 64 höggum.  í 7. sæti er síðan Matt Every einn á 5 undir pari, 65 höggum. Hópur 12 kylfinga deilir síðan 8. sætinu, allt Bandaríkjamenn þ.a.m. Webb Simpson, sem á titil að verja og tveggja hanska-Gainey og eini útlendingurinn í hópnum Indverjinn Arjun Atwal.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags sem Lucas Glover átti SMELLIÐ HÉR: