Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 10:30

10 reglur um hvernig á að vera góður íþróttamaður eftir Gary Player

Eftirfarandi er grein eftir golfgoðsögnina Gary Player, um heilsurækt í golfi og það hvernig góður íþróttamaður á að bera sig að, að hans mati. Grein Player er í raun upptalning í 10 liðum á atriðum sem gera menn að góðum íþróttamönnum og hér, kylfingum. Hér fer greinin:

Gary Player er sá kylfingur af golfgoðsögnunum 3, sem þekktur er fyrir mestu líkamsræktina. Hún borgar sig. Hann er í frábæru formi og verður 77 ára 1. nóvember n.k. Mynd: Golf Digest

1. GERIÐ ÍÞRÓTTINA HLUTA AF YKKUR SJÁLFUM

Þegar ég var 9 ára var eldri bróðir minn, Ian kallaður í herinn. Áður en hann fór dró hann mig afsíðis. „Það gæti verið að ég komi ekki heim,“ sagði hann. „En hvort sem ég geri það eða ekki, vil ég að þú lofir mér að þú þjálfir þig og haldir þér í formi.“ Þegar Ian kom heim sá hann að ég hafði staðið við loforð mitt og í dag er ég í eins góðu formi og 75 ára maður getur verið í. Leyndarmálið er skuldbindingin. Það getur ekki verið klisja. Jafnvel ef æfingaprógram ykkar er lítið gerið það að hluta lífstíls ykkar.

2. GANGIÐ

Ekki bara á golfvellinum heldur líka utan hans. Kylfingar, sem góðir eru í göngu, geta gengið 36 holur og enn átt orku eftir. Sam Snead hafði dásamlegt göngulag með, hröðum, stöðugum skrefum. Hann hreyfði sig eins og frumskógardýr og var aldrei þreyttur. Á hinn bóginn spilaði ég eitt sinn með frægum ruðningsboltakappa í gamla NFL Golf Classic. Hann var þekktur fyrir úthald sitt, en eftir 3 daga var hann alveg búinn. Að ganga er náttúrulegt, en það er hægt að bæta sig: Gangið hratt og mjúkt, sveiflið höndunum til að hjálpa til við öndunina.

3. ÞRÓIÐ BÁÐAR HLIÐAR Á LÍKAMA YKKAR

Fullkominn kylfingur lítur út eins og Stjáni blái; mjótt mitti, sterkar fætur, stórir framhandleggir, þar sem sá vinstri er jafnsterkur þeim hægri. Þegar þið endurtakið hreyfingar eins og golfsveiflu, þá er mikilvægt að styrkja þá vöðvahópa sem reynir á. Að sveifla með þungri kylfu er frábær æfing, en ef þið eruð rétthent gerið þá sama fjölda æfinga með vinstri hendi og öfugt ef þið eruð örvhent. Þetta mun halda baki og mjöðmum í jafnvægi og koma í veg fyrir meiðsl.

4. EINBEITIÐ YKKUR AÐ HÖNDUM OG ÚLNLIÐUM

Henry Cotton sagði mér eitt sinn að hendur ykkar, fingur og úlnliðir verða seint of sterkir. Að slá æfingaboltum mun þjálfa hendurnar, en þið viljið gera sérstakar æfingar líka. Að lyfta lóðum með þumalfingri og fingri hverrar handar er mikil hjálp. Ég geri uppáhalds handar og úlnliðsæfinguna mína þegar grasið heima verður of hátt. Þá tek ég sandjárn (það þyngsta í pokanum) og „slæ grasið“ með því og held eins fast og ég get til og tek hraða fulla sveiflu.

Gary Player er í frábæru líkamlegu formi vegna líkamsræktar, sem hann stundaði alla tíð!

5. VINNIÐ Í KJARNVÖÐVUM YKKAR

Að styrkja kjarnvöðvana, í maganum sérstaklega, hefir orðið einskonar mantra í golfþjálfunar prógrömmum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig. Mér hefir  alltaf fundist kjarninn halda líkama mínum saman og koma í veg fyrir bakmeiðsli. Ég geri æfingar þar sem ég sest upp (ens. do sit ups). Ég get gert 100 á dag…. ef ég deili þeim niður á 3 æfingar yfir daginn.

6. FORÐIST AÐ VER(Ð)A OF ÞUNG

Golf  er leikur til lífstíðar, en golfævin mun styttast ef þið eruð of þung. Og meðan að þið eruð að leggja af hvetjið yngri menn til þess að fara í megrun. Í hverri viku reyni ég að finna of þungt ungmenni meðal áhorfenda og tala við föður þess. Ég honum í einrúmi og kurteislega: „Sonur minn er sykursjúkur, pabbi minn var sykursjúkur. Þegar þið fáið sykursýki þurfið þið að taka insúlín tvisvar á dag og jafnvel það kemur ekki í veg fyrir slæm áhrif á augu, lifur, útlimi og allt annað. Gerðu það fáðu strákinn þinn til að leggja af.“ Ég hugsa að þeir séu yfirleitt þakklátir.

7. BORÐIÐ NÆRINGARÍKA FÆÐU

Stærstu framfarirnar í golfi næstu 50 árin munu ekki vera í tækjaformi eða æfinga. Það er fæðan. Atvinnukylfingar munu vera á svokölluðu „súper mataræði“ og munu forðast sterkju, sykur  og flestan tilbúinn mat sem er hlaðinn af allskyns sterum, rotvarnarefnum, rusli og iðnaðarúrgangi. Þeir munu borða súper mat eins og möndlumjólk, sem er rík af próteinum og hefir tonn af næringarefnum. Önnur algeng dæmi um súper mat eru hráir ávextir, grænmeti, hnetur, heilkorna-brauð, avókadó og jógúrt.

8. REYNIÐ Á YKKUR A.M.K. 10 MÍNÚTUR Á DAG

Hvort sem það er að fara upp stigann heima hjá ykkur, að vera á æfingahjóli eða sippa lykillinn er að reyna á sig a.m.k. 10 mínútur á dag. Það er næstum ómögulegt að vera ekki í formi ef þið gerið þetta á hverju degi. Verið tækfærissinnuð; dæmi þess er að taka alltaf stigann í staðinn fyrir lyftu. Ég geri mér leik úr því hversu langt ég kemst upp án þess að taka lyftu. Og ég hleyp alltaf upp stigann en rölti ekki.

9. VERIÐ SKYNSÖM ÞEGAR ÞIÐ LYFTIÐ LÓÐUM

Þegar aðrir leikmenn sáu fyrst æfingaprógram mitt sem m.a. fólst í að lyfta lóðum, árið 1950 héldu allir að ég væri klikkaður. Frank Stranahan, frábær áhugamaður og ég vorum þeir einu sem lyftu og lyfturnar hafa gert mig að betri kylfingi. Tvær uppástungur: bekkpressur eru mjög vinsælar en ég kýs enn frekar gamaldags lyfturnar til þess að styrkja brjóstvöðvana.   Í annan stað, lyftið á kvöldið og farið að því loknu strax í kalda sturtu og síðan heita. Þannig nær líkaminn sér fljótar og þið eruð ekki eins stíf daginn eftir.

10. FÁIÐ ORKU FRÁ YNGRA FÓLKI

Þegar ég ferðast eða er í fríi reyni ég að spila golf við mér yngra fólk, því þjálfaðra þeim mun betra. Ég hugsa að maður yfirtaki einkenni þeirra einstaklinga sem maður ver mestum tíma með. Að verja tíma með ungu, heilbrigðu fólki hefir sín áhrif á að ég held mér á sama stigi og þau. Bestu einkenni þeirra sem yngri eru er bjartsýni þeirra, forvitni, hvað þau eru meðivituð og orka þeirra og þetta eru einkenni sem eru smitandi og mun fá ykkur til að finnast þið vera yngri.

Heimild: eatsleepgolfca.com