Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 13:30

Birgir Leifur á 70 höggum á 2. degi Ecco Tour Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sýndi glæsispilamennsku 2. daginn í röð á Stensballegaard golfvellinum í Horsens í Danmörku, á Ecco Tour Championship, en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.  Hann kom í hús á 2 undir pari, 70 höggum í dag. Birgir Leifur er því búinn að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70). Þetta er stórkostlegur árangur í ljósi þess hversu gríðarlega sterkt mótið er!!!

Sem stendur, þegar þetta er ritað kl. 13: 25 (að íslenskum tíma) deilir Birgir Leifur 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum, sem báðir eiga eftir að ljúka 2. hring; Siwahn Kim frá Kóreu, sem eftir á að spila 12 holur og Þjóðverjanum Nicolas Meitinger, sem eftir á að spila 9 holur. Eins á forystumaður gærdagsins Frakkinn François Delmontagne eftir að ljúka leik, hann hefir lokið leik á 9 holum en hefir ekki gengið vel í dag, er búinn að spila á 2 yfir í dag.

Erfitt verður að ná forystumanni 2. dags, Svíanum Klas Eriksson, sem var á glæsiskori, 62 högg og er í 1. sæti á samtals 12 undir pari (70 62). Í 2. sæti er Spánverjinn Jordi Garcia Pinto á samtals 8 undir pari (71 65). En allt með fyrirvara, margir eiga eftir að ljúka leik.

Ljóst virðist þó að Birgir Leifur verður í einu af efstu sætunum.

Golf 1 óskar Birgi Leif áframhaldandi góðs gengis á morgun!!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á 2. degi Ecco Tour Championship SMELLIÐ HÉR: