Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 17:45

Nýr fljótandi golfvöllur á Maldíveyjum – komist milli teiga um neðansjávarglergöng – Fyrirhuguð opnun á vellinum á næsta ári 2013

Þann 18. október á s.l. ári 2011 birti Golf 1 grein um fyrirhugaða byggingu fljótandi golfvallar á Maldíveyjum. Sjá má greinina á Golf 1 með því að smella hér: FLJÓTANDI GOLFVÖLLUR Á MALDÍVEYJUM MEÐ NEÐANSJÁVARGLERGÖNGUM:

Völlurinn er löngu kominn á framkvæmdarstig og er nú fyrirhugað að opna hann á næsta ári, eða í október 2013. Hótel og neðansjávarklúbbhús er fyrirhugað að opna 2015.

Maldíveyjar eru vinsæll áfangastaður nýgiftra hjóna, sem njóta þess að verja hveitibrauðsdögunum á drifhvítum ströndum Maldíveyja. Nú er búist við alveg nýrri tegund ferðamanna til eyjanna – golfþyrstra kylfinga, sem prófa vilja völlinn fljótandi.