Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 17:24

Arnór Ingi og Rúnar á 72 og Bjarki á 74 eftir 1. dag Finnish Amateur Championship

Í dag var spilaður 1. hringur á Finnish Amateur Championship á Helsingin golfvellinum í Helsinki, Finnlandi. Valdís Þóra lauk leik fyrr í dag en „strákarnir okkar“ nú fyrir skemmstu.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK voru báðir á 1 yfir pari, eða 72 höggum.  Bjarki Pétursson, GB spilaði á 3 yfir pari, 74 höggum. Arnór Ingi og Rúnar eru sem stendur jafnir í 23. sæti ásamt öðrum 4 öðrum kylfingum en Bjarki er T-38. Aðeins 36 efstu komast í gegnum niðurskurðinn eftir morgundaginn og því verða Íslendingarnir að eiga góðan dag á morgun til þess að vera örugglega fyrir ofan niðurskurðarlínuna.

Golf 1 óskar þeim Arnóri Inga, Bjarka og Rúnari góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag hjá strákunum í Finnish Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: