Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 13:45

Valdís Þóra T-15 eftir fyrsta dag í Finnlandi

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir lokið keppni á 1. degi Finnish Amateur Championship. Hún deilir 15. sætinu ásamt ásamt 4 öðrum sem stendur, en 18 stúlkur komast í gegnum niðurskurð.

Skorkort Valdísar var skrautlegt í dag, en á því voru 5 fuglar, 5 pör, 7 skollar og 1 skrambi á 14. braut.  Hún spilaði á 5 yfir pari, 75 höggum.

Golf 1 óskar Valdísi góðs gengis á morgun!

Sjá má stöðuna á 1. degi Finnish Amateur Championship með því að  SMELLA HÉR: