Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 09:00

Nicolas Meitinger ákafur að stíga í fótspor Martin Kaymer

Hefir nokkur nokkru sinni heyrt um þýska kylfinginn Niclolas Meitinger?  Hann er nú í 5. sæti á Ecco Tour Championship aðeins 1 sæti ofar en Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson.

Nicolas Meitinger er annar þýski kylfingurinn til þess að skapa sér nafn á eftir Bernhard Langer og Martin Kaymer.  A.m.k. er þegar farið að bera Meitinger saman við Kaymer. Þeir eru fæddir sama árið 1984 með 10 mánaða millibili í bæjum sem aðeins 20 mílur skilja að; Kaymer í Düsseldorf og Meitinger í Köln.

Þrátt fyrir það þykja þeir mjög ólíkir í skapi; Kaymer er svalur og sýnir sjaldan tilfinningar sínar á golfvellinum meðan Meitinger er mikill skapmaður.

En kannski Meitinger sé farinn að róast aðeins og líkjast Kaymer meir, a.m.k. vann hann líkt og Kaymer, Challenge de France á síðasta ári, en komst að því að það er aðeins byrjunin að því að komast á Evróputúrinn.

Meitinger sem sigrað hefir í 6 EPD mótum á móti aðeins 5 vinningum Kaymer á þeirri mótaröð tók fótinn af bensíngjöfinni svo að segja eftir sigur á Golf Disneyland og bjóst við að allt myndi ganga upp fyrir hann eftir það. En í staðinn fór Meitinger stöðugt meir niður stigatöfluna og var 18 sætum frá topp-20 sætunum, sem veita rétt á korti á Evróputúrnum.

Sú reynsla var erfið fyrir Meitinger sem náði ekki niðurskurði í 5 mótum eftir það. Hann náði sér aðeins á strik en síðan héldu ófarir hans áfram og hann missti af niðurskurði á the Double Tree by Hilton Acaya Open, the Finnish Challenge og í síðustu viku á Norwegian Challenge.

Þegar Meitinger kom til Danmerkur í byrjun vikunnar var byrjunin heldur ekki svo góð þegar hann fékk skramba á 13. holu á 1. hring, en með því var hann í hættu varðandi kortið á Evróputúrinn. Hann náði sér hins vegar með erni á 15. holu – hlaut 69 og endurtók leikinn í gær fékk önnur 69 högg á skorkortið sitt, sem þýðir að hann er 1 höggi á undan Birgi Leif.

Meitinger sagði eftir hring 1. dags: „Ég var stoltur af því hvernig ég kom tilbaka eftir 13. holu. […] ég hef verið að slá vel undanfarið en hef átt í vandræðum með stutta spilið og það skiptir ekki máli hversu vel maður slær ef ekki er hægt að koma boltanum „breakar“ maður ekki par. Þetta hefir verið pirrandi en það var frábært að sjá nokkur pútt detta í dag og vonandi get ég byggt á þessum hring.“

Heimild: europeantour.com