Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 11:00

LET: Ashleigh Simon efst eftir 2. dag ISPS Handa Ladies British Masters

Það er Ashleigh Simon, sem er efst eftir 2. dag ISPS Handa Ladies British Masters. Hún er samtals búin að spila á 9 undir pari (69 66).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir er ein af 3 forystukonum 1. dags Lydía Hall frá Wales ásamt hinni bandarísku Beth Allen, báðar á 7 undir pari; Allen (68 69) og Hall (66 71).

Fjórða sætinu deila sænska W-7 módelið Mikaela Parmlid (71 68) og tvær franskar stúlkur Julie Greciet (70 69) og Gwladys Nocera (69 70); allar á samtals 5 undir pari hver.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru hin enska Charlie Douglass, Marianne Skarpenord frá Noregi og Sharmila Nicolett frá Indlandi.

Til þess að fylgjast með stöðunni eftir 2. dag ISPS Handa Ladies British Masters SMELLIÐ HÉR: