Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hlaut háttvísibikar GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 21:00

Eimskipsmótaröðin (5): Guðrún Brá í 1. sæti í kvennaflokki eftir 1. dag Securitas-mótsins

Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er efst í kvennaflokki af 10 kvenkeppendum á Securitas-mótinu – 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fer í Kiðjaberginu.

Guðrún Brá lék í dag á 1 yfir pari, 72 höggum (fékk 3 fugla á 1.; 7. og 16. braut og 4 skolla á 4.; 5.; 11. og 12. braut) en skemmst er að minnast að hún setti vallarmet af bláum í Kiðjaberginu, 69 högg, þegar hún varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára, fyrir tæpum mánuði.

Í 2. sæti í dag varð Karen Guðnadóttir, GS á 3 yfir pari, 74 höggum og í 3. sæti varð Ingunn Gunnarsdóttir, GKG á 4 yfir pari, 74 höggum.

Staðan eftir 1. dag í Kiðjaberginu í kvennaflokki er eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 3 F 36 36 72 1 72 72 1
2 Karen Guðnadóttir GS 8 F 38 36 74 3 74 74 3
3 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 6 F 40 35 75 4 75 75 4
4 Ingunn Einarsdóttir GKG 7 F 37 39 76 5 76 76 5
5 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 1 F 35 42 77 6 77 77 6
6 Þórdís Geirsdóttir GK 7 F 42 37 79 8 79 79 8
7 Heiða Guðnadóttir GKJ 8 F 39 40 79 8 79 79 8
8 Signý Arnórsdóttir GK 4 F 42 38 80 9 80 80 9
9 Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 9 F 42 40 82 11 82 82 11
10 Hansína Þorkelsdóttir GKG 11 F 44 43 87 16 87 87 16