Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 16:15

GK: Framkvæmdir hafnar við 15. holu á Hvaleyrinni – lokið við endurgerð á seinni 9 árið 2015

Síðastliðin mánudag hófust framkvæmdir við endurgerð seinni níu holanna á Hvaleyrarvelli. Fyrsta holan sem kláruð verður er 15. holan í nýju skipulagi, um 150 metra par 3 hola yfir víkina, er flötin staðsett beint fyrir aftan núverandi karlateig á 15. holu. Verklok eru áætluð í lok næstu viku, þá verða glompur kláraðar og vökvunarkerfi sett niður. Sáð verður í flötina vonandi á morgun föstudag og í teiginn og restina af brautinni í lok næstu viku. Búið er að gera verkáætlun fyrir þessar framkvæmdir og fyrir næstu ár og lítur hún svona út: 15 holan-haust 2012 13 holan-haust 2013 14 holan-haust 2014 18. flöt og teigar á 18 og 12 holu-haust Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Ernie Els? (6. grein af 7)

Hér fer næstsíðasta greinin í greinaflokknum: „Hver er kylfingurinn: Ernie Els?: Önnur verkefni Eins og svo margir aðrir toppkylfingar hefir Ernie Els gefið sig að golfvallarhönnun.  Meðal best hönnuðu golfvalla Ernie Els teljast líklega eftirfarandi golfvellir: ▪ Anahita Golf Course – í Beau Champ, á Mauritius. ▪ Mission Hills Golf klúbburinn (Savannah golfvöllurinn) – Shenzhen, Kína. ▪ Whiskey Creek – Ijamsville, Maryland, Bandaríkin. ▪ Oubaai – Garden Route, Suður-Afríka. Els iber líka ábyrgð á betrumbótum og endurnýjun á West Course, í Wentworth-Virginia Water, á Englandi, sem fram fór 2006. Meðal golfvalla sem Els er að vinna í eru: ▪ Hoakalei Country Club í Hoakalei Resort – á Honolulu, á Hawaii. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 06:30

LPGA: Mika Miyazato í forystu fyrir lokahring Safeway Classic

Það er japanska stúlkan Mika Miyazato sem er í forystu fyrir lokahring Safeway Classic. Mika er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (65 68). Hún hefir 2 högga forskot á So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem er í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 66). Aðspurð hvort hún væri tilbúin að næla sér í fyrsta sigur sinn á árinu svaraði Miyazato því svo til hlægjandi að hún væri alltaf tilbúin. Þriðja sætinu deila síðan Cristie Kerr frá Bandaríkjunum og Inbee Park frá Suður-Kóreu samtals 8 undir pari, hvor. Í 5.-7. sætinu eru síðan nr. 1 í kvennagolfinu Yani Tseng, sem loks komst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 06:00

PGA: Sergio Garcia leiðir á Wyndham Championship – hápunktar og högg 3. dags

Það er Sergio Garcia, sem er í forystu fyrir lokahring Wyndham Championship, sem spilaður verður í dag. Garcia er á samtals 14 undir pari, 196 höggum (67 63 66). Í 2. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Bud Cauley og Tim Clark frá Suður-Afríku 1 höggi á eftir. Jason Dufner, Harris English og Carl Pettersson eru síðan í 4.-6. sæti á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship að öðru leyti eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 3. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 19:30

Eimskipsmótaröðin (5): Guðrún Brá Björgvinsdóttir í efsta sæti í kvennaflokki eftir 2. dag Securitas-mótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er í efsta sæti eftir 2. dag Securitas-mótsins. Hún er búin að spila samtals á 7 yfir pari, 149 höggum (72 77). Hún á 4 högg á næstu keppendur fyrir lokahringinn á morgun. Þær sem koma næstar á samtals 11 yfir pari hverjar, eru Signý Arnórsdóttir, GK, sem átti feykigóðan hring í dag upp á 73 högg; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Ingunn Einarsdóttir, GKG. Sjá má  stöðuna eftir 2. dag Securitas-mótsins hér: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 3 F 38 39 77 6 72 77 149 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 18:30

Eimskipsmótaröðin (5): Sigurþór Jónsson í efsta sæti eftir 2. dag Securitas-mótsins

Sigurþór Jónsson, GOS, hefir tekið forystuna á 2. degi Securitas-mótsins, sem er 5. mótið á Eimskipsmótaröðinni. Leikið er í Kiðjaberginu og hefir gott veður verið það sem af er mótsins. Sigurþór er búinn að spila á 1 undir pari (70 71).  Aðeins höggi á eftir koma tveir kylfingar þeir Ólafur Björn Loftsson, NK og Einar Haukur Óskarsson, GK, sem eru á samtals 142 höggum, hvor; Ólafur Björn (70 72) og Einar Haukur (69 73). Andri Þór Björnsson, GR, er síðan einn í 4. sæti á samtals 143 höggum (68 75).  Í fimmta sæti eru síðan Guðjón Henning Hilmarson, GKG og Páll Theodórsson, GKJ á samtals 145 höggum, hvor; Guðjón Henning Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Egilsson fór holu í höggi á afmælisdaginn! – 18. ágúst 2012

KR-ingurinn Egill Egilsson fór holu í höggi rétt í þessu í sveitakeppni eldri kylfinga. Ekki nóg með það heldur á kappinn afmæli í dag og er orðinn svo mikið sem 56 ára, fæddur 18.ágúst 1956!!! Egill er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi, (GMS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Egill Egilsson (56 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stefán Guðmundur Þorleifsson, GN 18. ágúst 1916 (96 ára!!! – spilar í sínu eiginn móti á morgun á Grænanesvelli!!!);  Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (22 ára) danskur á Áskorendamótaröðinni ….. og ….. Thorey Vilhjalmsdottir (40 ára stórafmæli!!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 16:30

Þrefaldur skolli hjá Birgi Leif á 16. braut!!! – Lauk keppni T-5 á Ecco Tour Championship!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk leik á Ecco Tour Championship í dag. Spilað var sem fyrr á Stenballesgaard golfvellinum. Birgir Leifur var í 2. sæti eftir 9. holur og fram að 16. holu var hann ýmist í 1. eða 2. sæti.  Síðan kom áfallið: þrefaldur skolli  á 16. holu;  7 högg á par-4 16. brautinni!!! Við skollann þrefalda fór Birgir Leifur úr 1. sætinu sem hann var í niður í 6. sæti, sem hann deildi með nokkrum öðrum og þegar allir höfðu lokið leik var ljóst að hann varð í 5. sæti.  Tveir deildu 1. sætinu Ítalinn Alessandro Tadini og Englendingurinn James Busby. Þeir voru báðir á samtals 12 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 14:30

Íslensku keppendurnir luku leik í Finnlandi í dag – voru allir meðal topp-25!!!

Rúnar Arnórsson, GK, átti besta lokahring allra íslensku keppendanna á Finnish Amateur Open á Helsingin golfvellinum í Helsinki, Finnlandi. Rúnar kom í hús á 1 undir pari, 70 höggum, fékk 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Samtals spilaði Rúnar á 214 höggum (72 72 70) og var mikill stöðugleiki í spili hans. Rúnar stóð sig best íslensku strákanna varð í 16. sæti af 39 keppendum, sem hann deildi með 4 finnskum keppendum. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, var á 74 höggum og lauk keppni í 21.sæti ásamt Atte Rauhala frá Finnlandi, en samtals voru þeir á 2 yfir pari, hvor. Arnór Ingi spilaði samtals á 215 höggum (72 69 74). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 14:15

LET Access: Tinna komst í gegnum niðurskurð á Samsø Ladies Open – lauk keppni í 23. sæti

Tinna Jóhannsdóttir, GK, komst í gær í gegnum niðurskurð á Samsø Ladies Open, sem fór fram í Samsø, í Danmörku en það er í fyrsta sinn í ár sem hún kemst í gegnum niðurskurð á LET Access. Frábært hjá Tinnu!!! Það gekk hins vegar ekki vel í dag, á 3. degi þ.e. lokadegi mótsins. Tinna kom í hús á 80 höggum, fékk 1 fugl, 12 pör, 3 skolla og 2 skramba. Hún lauk keppni í 23.-24. sætinu af 28, ásamt Anastasiu Kostinu frá Rússlandi. Þær voru á samtals 13 yfir pari hver, 229 höggum; Tinna (72 77 80) og Anastasia (76 74 79). Til þess að sjá úrslitin á Samsø Ladies Open SMELLIÐ Lesa meira