Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 21:21

Birgir Leifur á 69 höggum og í 8. sæti á 3. degi Ecco Tour Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti frábæran dag á Ecco Tour Championship á Stensballegaard golfvellinum í Horsens. Hann spilaði á 3 undir  69 höggum, fékk 4 fugla (á 1.; 7. 10. og 15. braut) og 1 skolla (á 17. braut).

Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 8 undir pari samtals 208 höggum (69 70 69) og deilir nú 8. sætinu ásamt þeim Nicolas Meitner frá Þýskalandi og Englendingnum Robert Dinwiddie.

Í fyrsta sæti situr enn sem fastast Svíinn Klas Erikson á 11 undir pari (og því aðeins 3 högg sem skilja þá Birgi Leif að) og 4. kylfingar deila síðan með sér 2. sætinu á 10 undir pari.  Tveir kylfingar þeir Chris Paisley og Alessandro Tadini deila síðan 6. sæti á 9 undir pari.

Birgir Leifur verður á ná einu af 5 efstu sætunum til þess að vera öruggur áfram í næsta mót Áskorendamótaraðarinnar. Það er því vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best á morgun í þessu gríðarsterka móti.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Ecco Tour Championship SMELLIÐ HÉR: