Frá Selsvelli á Flúðum einum uppáhaldsgolfvalla Jóhannesar á Íslandi.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 11:50

Úrslit eftir 1. dag Sveitakeppni GSÍ: 1. deild eldri karla og eldri kvenna – Sveitir GR báðar með fullt hús stiga!!!

Sveitakeppni eldri kylfinga hófst í gær að Selsvelli á Flúðum.  Í 1. deild spila 8 sveitir karla (GA, GK, GO, GR, GS, GV, GÖ og NK).  Úrslit úr fyrstu leikjum gærdagsins eru eftirfarandi:

Sveit GR sigraði sveit GO 5&0.

Sveit GK sigraði sveit GÖ 4&1. Í tveimur viðureignum fékk hvor sveit 1/2 vinning þ.e. í viðureignum Magnúsar Hjörleifssonar, GK við Þorstein Þorsteinsson, GÖ og viðureign Ágústs Guðmundssonar, GK gegn Kristjáni W. Ástráðssyni, GÖ.

Sveit NK sigraði sveit GS 4&1. Eini sigur sveitar GS kom í viðureign Þorsteins Geirharðssonar, GS gegn Friðþjófi Arnari Helgasyni, NK.

Sveit GA sigraði sveit GV naumlega 3&2. Leikir GV sem unnust voru leikir Atla Aðalsteinssonar, GV gegn Viðari Þorsteinssyni. Sá leikur var reyndar jafn og æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á 19. holu.  Eins sigruðu GV-ingar fjórleikinn þar sem þeir Ingibergur Einarsson og Bergur Sigmundsson, GV höfðu betur gegn Hafberg Svanssyni og Þóri V. Þórissyni, GA.

Staðan eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild í flokki eldri karla er því eftirfarandi:

1. sæti Sveit GR   5 vinningar úr 5 leikjum – fullt hús

2. sæti Sveit GK  4 vinningar úr 5 leikjum

3. sæti Sveit NK  4 vinningar úr 5 leikjum

4. sæti Sveit GA 3 vinningar úr 5 leikjum

5. sæti Sveit GV 2 vinningar úr 5 leikjum

6. sæti Sveit GS 1 vinningur úr 5 leikjum

7. sæti Sveit GÖ 1 vinningur úr 5 leikjum

8. sæti Sveit GO 0 vinningur úr 5 leikjum.

———————————————–

Sveitir eldri kvenna leika einnig á Selsvelli á Flúðum. Þar eru 8 sveitir sem keppa; sveiti GA, GK, GKG, GKJ, GO, GR, GS og  GÖ.

Helstu úrslit eftir 1. dag í 1. deild eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ voru eftirfarandi:

Sveit GR vann sveit GA 3&0. Fullt hús stiga hjá kvennasveit GR, eftir 1. dag!

Sveit GK vann sveit GO með 2,5 vinningi gegn 0,5 vinningi. Hálfur vinningur sveitar GO kom í leik Jóhönnu Drafnar Kristinsdóttur, GO sem skyldi jöfn við Helgu Gunnarsdóttur, GK.

Sveit GKG vann Sveit GÖ 2&1. Kristín Þorvaldsdóttir, GÖ vann Jónínu Pálsdóttur GKG í tvímenningnum 5&3.

Sveit GKJ vann sveit GS 2&1. Leikur M. Sirrý Þórisdóttur, GS og Rut Héðinsdóttur, GKJ fór ekki fram vegna forfalla og skrifaðist sigur í leiknum á GS.

Staðan eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild í flokki eldri kvenna er því eftirfarandi:

1. sæti Sveit GR   3 vinningar úr 3 leikjum – fullt hús

2. sæti Sveit GK  2,5  vinningur úr 3 leikjum

3. sæti Sveit GKG  2 vinningar úr 3 leikjum

4. sæti Sveit GKJ 2 vinningar úr 3 leikjum

5. sæti Sveit GÖ 1 vinningur úr 3 leikjum

6. sæti Sveit GS 1 vinningur úr 3 leikjum

7. sæti Sveit GO 1/2 vinningur úr 3 leikjum

8. sæti Sveit GA 0 vinningur úr 3 leikjum.

Sjá má liðsskipanir bæði í karla- og kvennaflokki 1. deildar eldri kylfinga með því að SMELLA HÉR: