
Úrslit eftir 1. dag Sveitakeppni GSÍ: 1. deild eldri karla og eldri kvenna – Sveitir GR báðar með fullt hús stiga!!!
Sveitakeppni eldri kylfinga hófst í gær að Selsvelli á Flúðum. Í 1. deild spila 8 sveitir karla (GA, GK, GO, GR, GS, GV, GÖ og NK). Úrslit úr fyrstu leikjum gærdagsins eru eftirfarandi:
Sveit GR sigraði sveit GO 5&0.
Sveit GK sigraði sveit GÖ 4&1. Í tveimur viðureignum fékk hvor sveit 1/2 vinning þ.e. í viðureignum Magnúsar Hjörleifssonar, GK við Þorstein Þorsteinsson, GÖ og viðureign Ágústs Guðmundssonar, GK gegn Kristjáni W. Ástráðssyni, GÖ.
Sveit NK sigraði sveit GS 4&1. Eini sigur sveitar GS kom í viðureign Þorsteins Geirharðssonar, GS gegn Friðþjófi Arnari Helgasyni, NK.
Sveit GA sigraði sveit GV naumlega 3&2. Leikir GV sem unnust voru leikir Atla Aðalsteinssonar, GV gegn Viðari Þorsteinssyni. Sá leikur var reyndar jafn og æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á 19. holu. Eins sigruðu GV-ingar fjórleikinn þar sem þeir Ingibergur Einarsson og Bergur Sigmundsson, GV höfðu betur gegn Hafberg Svanssyni og Þóri V. Þórissyni, GA.
Staðan eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild í flokki eldri karla er því eftirfarandi:
1. sæti Sveit GR 5 vinningar úr 5 leikjum – fullt hús
2. sæti Sveit GK 4 vinningar úr 5 leikjum
3. sæti Sveit NK 4 vinningar úr 5 leikjum
4. sæti Sveit GA 3 vinningar úr 5 leikjum
5. sæti Sveit GV 2 vinningar úr 5 leikjum
6. sæti Sveit GS 1 vinningur úr 5 leikjum
7. sæti Sveit GÖ 1 vinningur úr 5 leikjum
8. sæti Sveit GO 0 vinningur úr 5 leikjum.
———————————————–
Sveitir eldri kvenna leika einnig á Selsvelli á Flúðum. Þar eru 8 sveitir sem keppa; sveiti GA, GK, GKG, GKJ, GO, GR, GS og GÖ.
Helstu úrslit eftir 1. dag í 1. deild eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ voru eftirfarandi:
Sveit GR vann sveit GA 3&0. Fullt hús stiga hjá kvennasveit GR, eftir 1. dag!
Sveit GK vann sveit GO með 2,5 vinningi gegn 0,5 vinningi. Hálfur vinningur sveitar GO kom í leik Jóhönnu Drafnar Kristinsdóttur, GO sem skyldi jöfn við Helgu Gunnarsdóttur, GK.
Sveit GKG vann Sveit GÖ 2&1. Kristín Þorvaldsdóttir, GÖ vann Jónínu Pálsdóttur GKG í tvímenningnum 5&3.
Sveit GKJ vann sveit GS 2&1. Leikur M. Sirrý Þórisdóttur, GS og Rut Héðinsdóttur, GKJ fór ekki fram vegna forfalla og skrifaðist sigur í leiknum á GS.
Staðan eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild í flokki eldri kvenna er því eftirfarandi:
1. sæti Sveit GR 3 vinningar úr 3 leikjum – fullt hús
2. sæti Sveit GK 2,5 vinningur úr 3 leikjum
3. sæti Sveit GKG 2 vinningar úr 3 leikjum
4. sæti Sveit GKJ 2 vinningar úr 3 leikjum
5. sæti Sveit GÖ 1 vinningur úr 3 leikjum
6. sæti Sveit GS 1 vinningur úr 3 leikjum
7. sæti Sveit GO 1/2 vinningur úr 3 leikjum
8. sæti Sveit GA 0 vinningur úr 3 leikjum.
Sjá má liðsskipanir bæði í karla- og kvennaflokki 1. deildar eldri kylfinga með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024