Sydnee Michaels.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 12:30

LPGA: Mika Miyazato og Sydnee Michaels efstar eftir 1. dag Safeway Classic

Í gær hófst á Ghost Creek golfvellinum í Pumpkin Ridge golfklúbbnum í North Plains, Oregon, Safeway Classic mótið.

Efstar eftir 1. dag eru einn nýliðinn í ár á LPGA Sydnee Michaels frá Bandaríkjunum og Mika Miyazato frá Japan.

Mika Miyazato

Báðar léku þær Michaels og Miyazato á 7 undir pari, 65 höggum í gær og fengu báðar 8 fugla og 1 skolla.

Í 3. sæti á hæla forystukonum fyrsta dags eru Cristie Kerr frá Bandaríkjunum; Pornanong Phattlum frá Thaílandi og Inbee Park frá Suður-Kóreu, allar  á 66 höggum.

Sjötta sætinu deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem vann síðustu helgi á Jamie Farr Toledo Classic.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Safeway Classic SMELLIÐ HÉR: