Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 10:00

Hlöðver Sigurgeir Guðnason fór holu í höggi!!!

Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG, fór holu í höggi á 6.holu á æfingahring fyrir sveitakeppni GSÍ.

Eldri karlar GKG spila í 2. deild.

Því var æfingahringurinn spilaður á Víkurvelli, golfvelli Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi.

Sjötta brautin er par-3 og 128 metra löng af gulum.

Golf 1 óskar Hlöðveri innilega til hamingju með draumahöggið!