Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 13:00

Olázabal velur Miguel Ángel Jiménez sem fjórða varafyrirliða sinn í Ryder Cup

Fyrirliði evrópska Ryder Cup liðsins, José Maria Olázabal, hefir valið landa sinn Miguel Ángel Jiménez, sem fjórða og síðasta varafyrirliða sinn. Jiménez verður því í hóp þeirra Paul McGinley, Darren Clarke og Thomas Björn þegar lið Evrópu í Ryder Cup hefur titilvörn sína í Medinah Country Club í Chicago, í Bandaríkjunum, dagana 28.-30. september 2012. Olazabal sagði af því tilefni: „Ég hef nú fjóra heimsklassakylfinga sem varafyrirliða,“ og bætti við að „allir hafa þeir gífurlega reynslu af því að spila í Ryder Cup keppninni sem er algjörlega ómetanleg.“ Jimenez var varafyrirliði hjá Seve Ballesteros árið 1997 og hefir keppt í 4 Ryder Cup keppnum, þ.á.m. var hann í sigurliðum Evrópu 2004 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 12:45

Unglingamótaröð Arion banka (5/6): Lokastigamótin fara fram nú um helgina – Áskorendamótaröðin er á Kálfatjarnarvelli og Unglingamótaröðin á Urriðavelli

Lokastigamót sumarsins á Arion-banka unglingamótaröðinni fer fram um helgina á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Fimm mót hafa verið leikin til þessa og eru línur farnar að skýrast í keppninni um stigameistaratitilinn í aldursflokkunum þremur. Jafnframt fer lokamótið á Áskorendamótaröð unglinga fram um helgina og að þessu sinni verður leikið á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Greint verður frá stöðu mála í mótunum á golf.is eftir hvern hring. Til þess að sjá heildarstöðu í stigakeppnum á Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni SMELLIÐ HÉR:  Staða efstu kylfinga í stigakeppninni á Arion-banka unglingamótaröðinni: Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Ragnar Már Garðarsson     GKG     7025.62 2. Emil Þór Ragnarsson     GKG     5482.50 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 11:20

Íslandsbanki fyrirtækjameistari í golfmóti Forskots

Golfmót Forskots, styrktarsjóðs fyrir íslenska afrekskylfinga, fór fram í fyrradag, 23. ágúst 2012, á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Fjögur fyrirtæki mynda styrktarsjóðinn Forskot, sem hefur það að markmiði efla íslenskt golf og styðja við bakið á okkar bestu kylfingum. Fyrirtækin Eimskip, Icelandair, Íslandsbanki og Valitor standa að baki Forskoti. 16 kylfingar skipuðu hverja sveit og giltu bestu tólf skorin hjá hverri sveit. Leikið var með punktafyrirkomulagi. Íslandsbanki fór með sigur af hólmi í mótinu með alls 440 punkta. Eimskip varð í öðru sæti með 435 punkta og Icelandair varð í þriðja með 430 punkta. Afrekskylfingarnir Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum, Rúnar Arnórsson úr GK, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Þórður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 10:55

LPGA: Chella Choi og Lydía Ko efstar þegar CN Canadian Women´s Open er hálfnað

Það eru Chella Choi frá Suður-Kóreu og hin 15 ára Lydía Ko, frá Nýja-Sjálandi, sem eru efstar þegar CN Canadian Women´s Open er hálfnað í Coquitlam í Kanada. Samtals eru Choi og Ko búnar að spila á 8 undir pari hvor; samtals 136 höggum; Choi (72 64) og Ko (68 68). Choi átti frábæran hring í gær á 64 höggum, spilaði skollalaust golf; fékk 8 fugla og 10 pör.  Lydía Ko spilaði líka skollalaust fékk 4 fugla og 14 pör, hvorutveggja glæsihringir!!!! Þriðja sætinu deila þær Moira Dunn og Angela Stanford frá Bandaríkjunum og NY þ.e. Na Yeon Choi  og Inbee Park frá Suður-Kóreu, allar á samtals 7 undir pari, hver. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 07:40

PGA: Sergio Garcia og Nick Watney í forystu þegar Barclays er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Sergio Garcia og Nick Watney sem eru í forystu þegar Barclays mótið er hálfnað.  Báðir eru búnir að spila á 8 undir pari hvor. Í 2. sæti eru Vijay Singh frá Fidji-eyjum og Bandaríkjamaðurinn Bob Estes. Tiger stendur sig betur en Rory í „einvígi“ þeirra: er í 7. sæti í mótinu meðan Rory er í 52. sæti en báðir deila þessum sætum með öðrum kylfingum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 2. dags, sem er frábær ás Castro á hinni geysierfiðu par-3 14. braut Bethpage Black SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 18:50

PGA: Nick Watney í forystunni á 2. degi á Barclays á Bethpage Black

Nick Watney hefir tekið forystuna á 2. degi The Barclays. Nick er þegar þetta er ritað búinn að spila 8 holur og er á 2 undir pari. Samtals er hann því á 8 undir pari og því einn í forystu en á þegar þetta er skrifað kl. 18:40 eftir að spila 10 holur. Vijay Singh finnst að leikur hans sé betri nú en nokkru sinni. Hann þarf bara að sigra. Vijay Singh hefir ekki sigrað á PGA Tour frá árinu 2008, en það var árið þegar hann vann FedEx bikarinn. Hann hefir átt að stríða við meiðsl, en nú finnst honum hann hafa náð sér og er að spila jafnvel og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bergljót Davíðsdóttir – 24. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Bergljót Davíðsdóttir. Bergljót er fædd 24. ágúst 2012 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Bergljót er gift Magnúsi E. Finnssyni og á 3 dætur: Ernu Sif, Silju Sif og Ragnheiði Sif. Komast má á facebook síðu Bergljótar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Bergljót Davíðsdóttir (60 ára stórafmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Sam Torrance 24. ágúst 1953 (59 ára);  Jesús Armando Amaya Contreras, 24. ágúst 1969 (43 ára); Andrew Marshall, 24. ágúst 1973 (39 ára) ….. og …… Svandís Svavarsdóttir (48 ára) Gísli Tryggvason (43 ára) Björn Steinar Brynjólfsson (30 ára stórafmæli!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 17:15

Evróputúrinn: Mark Foster og Richard Finch í forystu í Gleneagles eftir 2. dag

Það eru Englendingarnir Mark Foster og Richard Finch, sem tekið hafa forystuna eftir 2. dag Johnnie Walker Championship. Þeir hafa báðir spilað á samtals 8 undir pari, 136 höggum; Foster (68 68) og Finch (69 67). Brett Rumford og Skotinn Paul Lawrie hafa báðir lokið leik á samtals 7 undir pari. Enn eiga nokkrir eftir að ljúka leik en ólíklegt er að framangreint breytist. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 13:30

Hver var fyrsta konan sem gegndi stöðu formanns golfklúbbs á Íslandi?

Það er ágætt að rifja af og til upp söguleg atriði í golfinu. T.a.m. eins og hver hafi fyrst kvenna gegnt stöðu formanns í golfklúbbi hér á landi? Það var Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir sem varð 97 ára, þann 20. ágúst s.l. Óskar Golf 1 henni eftir á innilega til hamingju með afmælið!!! Ragnheiður var fyrsta konan á Íslandi  til að gegna embætti formanns í golflkúbbi og það í stærsta klúbbi landsins, GR, á árunum 1958-1959.  Hún átti þá mikinn þátt í samningum klúbbsins við borgaryfirvöld um byggingu Grafarholtsvallar. Sagt hefir verið um Ragnheiði að hún hafi verið ein fárra kvenna í heiminum, sem var valin til forystu í því karlavígi sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 12:00

Golfútbúnaður: Nýju Mizuno MP-64 járnin hans Luke Donald

Mizuno MP-64 járnin eru sérstaklega hönnuð fyrir þá kylfinga, sem Mizuno er með auglýsingasamninga við og spila á helstu golfmótaröðum heims. Einn þeirra er Luke Donald fyrrum nr. 1 á heimslistanum. MP-64 járnin eru með tvöfalda nikkel króm áferð og bjóða upp á meiri fyrirgefanleika en hefðbundnar kylfur þökk sé grunnum grópum. Mýktin er sem fyrr það sem lögð er áhersla á varðandi útlit og tilfinningu þegar spilað er með járnunum og sólinn jafnvel hafður enn mýkri.  Tour grind hönnunin er látin halda sér en brúnirnar eru ekki eins skarpar og vel skilgreindar, sem skilar sér í stöðugri fjarlægðarstjórnun og betri snertingu við jörðina. Rannsóknar og þróunarteymið (þ.e. R&D deildin) Lesa meira