Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 18:50

PGA: Nick Watney í forystunni á 2. degi á Barclays á Bethpage Black

Nick Watney hefir tekið forystuna á 2. degi The Barclays. Nick er þegar þetta er ritað búinn að spila 8 holur og er á 2 undir pari. Samtals er hann því á 8 undir pari og því einn í forystu en á þegar þetta er skrifað kl. 18:40 eftir að spila 10 holur.

Vijay Singh finnst að leikur hans sé betri nú en nokkru sinni. Hann þarf bara að sigra. Vijay Singh hefir ekki sigrað á PGA Tour frá árinu 2008, en það var árið þegar hann vann FedEx bikarinn. Hann hefir átt að stríða við meiðsl, en nú finnst honum hann hafa náð sér og er að spila jafnvel og hver annar.

Þessi 49 ára kylfingur frá Fidji eyjum spilaði skollafrítt í dag á Bethpage Black, var á 4 undir pari, 67 höggum og er nú í 2. sæti á The Barclays, en hann var meðal fyrstu sem fóru út og margir eftir að koma inn. Bob Estes fékk skolla á síðustu holunni á hringnum og kom í hús á 66 höggum og er sem stendur í 2. sæti ásamt Singh á samtals 7 undir pari, 135 höggum.  Pat Perez sem eftir á að spila 8 holur er sem stendur einnig í 2. sæti.

Pádraig Harrington sem leiddi í gær eftir 1. hring, er meðal þeirra sem spila í aðeins erfiðari aðstæðum eftir hádegi. Hann er búinn að fá skolla á 3 fyrstu holurnar og er á 5 yfir pari eftir 9 fyrstu holurnar og dottinn niður í 32. sætið , sem hann er í sem stendur.

Fylgjast má með stöðunni á The Barclays með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með leik kylfinganna á The Barclays með því að  SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: CBS Sports