Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 19:55

Evróputúrinn: Paul Lawrie sigraði í Gleneagles

Það var Skotinn Paul Lawrie sem stóð uppi sem sigurvegari heima hjá sér á Johnnie Walker mótinu á Gleneagles golfstaðnum, í Perthshire í Skotlandi. Lawrie spilaði samtals á 16 undir pari, á samtals 272 höggum (68 69 67 68). Fyrir sigurinn hlaut hann € 296.119,- „Ég er rólegri í Skotlandi af einhverri ástæðu – það er undarlegt – en ég spila besta golfið mitt líka (þar),“ sagði Lawrie. Í 2. sæti var Ástralinn Brett Rumford á 12 undir pari, þ.e. heilum 4 höggum á eftir Lawrie; á samtals 276  höggum (67 70 71 68). Þriðja sætinu deila Svíinn Fredrik Anderson Hed; Hollendingurinn Maarten Lafeber og Frakkinn Romain Wattel; allir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 12:00

LPGA: Lydía Ko ein í forystu fyrir lokadag CN Canadian Women´s Open – myndasería

Það er 15 ára telpa frá Nýja-Sjálandi,  Lydía Ko, sem er í forystu á fyrir lokadag CN Canadian Women´s Open. Takist henni að sigra í dag verður hún sú yngsta sem sigrað hefir á móti á LPGA.  Lydía hefir spilað á samtals 8 undir pari, (68 68 72). Forysta Ko er naum því á hæla hennar koma hin bandaríska Stacy Lewis og 3 frá Suður-Kóreu: Jiyai Shin, Chella Choi og Inbee Park, allar á 7 undir pari, samtals, hver. Í sjötta sæti eru næst tvær bandarískar Moira Dunn og Sydnee Michaels  á samtals 5 undir pari, hvor. Sjá má myndir frá CN Canadian Women´s Open mótinu með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 07:36

Securitas Open í samstarfi við Siggu og Timo 2012 hjá GK – 25. ágúst 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 07:30

GK: Svanhildur Gestsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigruðu á Siggu & Timo – myndasería

Það voru erfiðar aðstæður á Hvaleyrinni í gær, rigning og kalt og skor eftir því á Securitas Opna í samstarfi við Siggu & Timo mótinu.  Það aftraði því þó ekki að af 120 konum, sem skráðu sig til leiks í mótið luku 104 keppni. Hér má sjá litla myndaseríu af konum í mótinu, sem voru með regnhlífarnar mundaðar SMELLIÐ HÉR:  Verðlaun voru að venju stórglæsileg og veitt fyrir 1. sætið í höggleik og 5 efstu sæti í punktakeppni. Í 1. sæti í punktakeppninni varð Svanhildur Gestsdóttir, GR  á 35 punktum og höggleikinn vann Guðrún Brá Björgvinsdótttir, GR á 73 höggum. Helstu úrslit í Securitas Opna í samstarfi við Siggu & Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 22:04

PGA: Sergio Garcia leiðir á Barclays á Bethpage Black eftir 3. dag

Það er Sergio Garcia sem leiðir fyrir lokadag The Barclays, sem fram fer á Bethpage Black golfvellinum í New York.  Sergio er búinn að spila á samtals 10 undir pari, samtals 203 höggum (66 68 69). Fast á hæla Garcia er Bandaríkjamaðurinn Nick Watney aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 205 höggum (65 69 71). Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Kevin Stadler á samtals 7 undir pari, 206 höggum (72 69 65). Tiger deilir 10. sætinu með 7 stórum nöfnum í golfheiminum, þ.á.m. Phil Mickelson og er búinn að standa sig betur en spilafélagi hans, Rory McIlory, nr. 1 í heimi, sem deilir 22. sætinu með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 21:30

Unglingamótaröð Arion banka (6): Úrslit eftir fyrri hring 25. ágúst 2012

Lokastigamótið á Arion-banka unglingamótaröðinni fer fram um helgina á Urriðavelli og fór fyrri hringur af tveimur fram í dag. Róbert Smári Jónsson úr GS, sem leikur í strákaflokki 14 ára og yngri, lék á besta skorinu í dag en hann kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Svo sannarlega frábært skor hjá Róberti. Í piltaflokki, 17-18 ára, er Ragnar Már Garðarsson úr GKG efstur en hann lék fyrsta hringinn á 76 höggum. Í stúlknaflokki, 17-18 ára, eru þær Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Halla Björk Ragnarsdóttir úr GR jafnar eftir að hafa leikið á 76 höggum. Stöðu efstu kylfinga í mótinu má finna hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 21:15

Áskorendamótaröð Arion banka (5): Salvör, Elísabet, Þorkell Már og Jón Gauti sigruðu á Kálfatjarnarvelli – myndasería

Það voru kaldir krakkar sem komu í hús á Kálfatjarnarvelli, en það rigndi og var fremur kalt. Alls voru 84 skráðir í mótið en 67 luku keppni. Engir keppendur voru í elstu aldursflokkunum og því aðeins keppt í stelpu-, telpu-, stráka og drengjaflokki. Sjá má litla myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR:  Jón Gauti Bjarkason, GKG, var á besta skorinu af öllum keppendum 78 höggum, sem er glæsilegur árangur ekki síst vegna þess að hann keppti í yngri aldursflokknum, flokki 14 ára og yngri stráka.  Í flokki 15-16 ára drengja vann Þorkell Már Júlíusson, GK, á 87 höggum. Í flokki 14 ára og yngri stelpna vann Elísabet Ágústsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 21:00

Áskorendamótaröðin (5) á Kálfatjarnarvelli hjá GVS – 25. ágúst 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Karl Ingibergsson – 25. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ingi Karl Ingibergsson. Ingi Karl er fæddur 25. ágúst 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir gengið ágætlega á ýmsum opnum mótum í sumar. Ingi Karl er kvæntur Jóhönnu Valdísi Jóhannsdóttur og á 6 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ingi Karl Ingibergsson (50 ára stórafmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil,  25. ágúst 1944 (68 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (24 ára) …. og …… Úlfar Jónsson (44 ára) Thorunn Erlu Valdimarsdottir (58 ára)   Magnús Eiríksson (67 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 18:30

Evróputúrinn: Paul Lawrie leiðir fyrir lokadaginn í Gleneagles

Það er Skotinn Paul Lawrie sem leiðir fyrir lokahringinn á Johnnie Walker Championship. Hann er búinn að spila hringina 3 á samtals 12 undir pari, samtals 204 höggum (68 69 67). Í 2. sæti er Frakkinn Romain Wattel 1 höggi á eftir Lawrie. Í þriðja sæti er Skotinn Stephen Gallacher á samtals 9 undir pari, samtals 207 höggum (75 67 65) og spilar betur með hverjum deginum. Fjórða sætinu deilir síðan forystumaður 1. daga, Brett Rumford ásamt 2 öðrum, á samtals 8 undir pari. Sex kylfingar deila síðan 7. sætinu  á samtals 7 undir pari, þ.e. þeir: Colin Montgomerie, Thorbjörn Olesen, Knut Borsheim, Thomas Björn, Rafael Cabrera-Bello og Grégory Bourdy. Lesa meira