Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 12:00

Golfútbúnaður: Nýju Mizuno MP-64 járnin hans Luke Donald

Mizuno MP-64 járnin eru sérstaklega hönnuð fyrir þá kylfinga, sem Mizuno er með auglýsingasamninga við og spila á helstu golfmótaröðum heims. Einn þeirra er Luke Donald fyrrum nr. 1 á heimslistanum.

MP-64 járnin eru með tvöfalda nikkel króm áferð og bjóða upp á meiri fyrirgefanleika en hefðbundnar kylfur þökk sé grunnum grópum.

Mýktin er sem fyrr það sem lögð er áhersla á varðandi útlit og tilfinningu þegar spilað er með járnunum og sólinn jafnvel hafður enn mýkri.  Tour grind hönnunin er látin halda sér en brúnirnar eru ekki eins skarpar og vel skilgreindar, sem skilar sér í stöðugri fjarlægðarstjórnun og betri snertingu við jörðina.

Rannsóknar og þróunarteymið (þ.e. R&D deildin) hjá Mizuno einbeitti sér að því að framleiða MP-64 járn sem myndi veita mýkstu en jafnframt massívstu tilfinningu sem möguleg var. Rannsóknin leiddi til þess að hlutinn á bakvið kylfuandlitið var hafður víðari, þykkri og með meiri bungu. Þetta veitir mýkri tilfinningu en kylfingar Mizuno á túrnum þekkja frá fyrri kylfum Mizuno.

Lengri járnin eru með dýpri holrúm (ens.: cavity) sem er fyrirgefandi þar sem hans (þ.e. fyrirgefanleikans) er mest þörf. Dýpt holrúmsins minnkar eftir því sem járnin eru styttri en þau eru höfð þykk og aðaláherslan á tilfinningu þar.

Hvert einasta Mizuno MP-64 járn er það sem upp á ensku nefnist  Grain Flow Forged þ.e. sniðið til með flæði örsmárra agna, úr einum stökum 1025E Pure völdum  kolefnis stálbita til þess að ná fram hreinni tilfinningu.