LPGA: Yani Tseng efst á CN Canadian Women´s Open eftir 1. dag
Í gær hófst í The Vancouver Golf Club í Coquitlam, BC, CN Canadian Women´s Open. Yani Tseng, nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, er komin aftur á kunnuglegar slóðir…. í 1. sætið, eftir fremur slakt gengi í sumar þar sem hún hefir ekki komist í gegnum hvern niðurskurðinn á fætur öðrum. Yani spilaði í gær á 6 undir pari, 66 höggum og er í 1. sæti. Fast á hæla hennar er NY þ.e. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 5 undir pari, 67 höggum. Sú sem á titil að verja er bandaríska stúlkan Brittany Lincicome. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Sveitakeppni eldri kylfinga: Sveit GR varð Íslandsmeistari í 1. deild eldri kvenna!!!
GR-konur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu glæsilega í Sveitakeppni eldri kylfinga sem fram fór á Flúðum um síðustu helgi. Þær sigruðu GKG nokkuð örugglega í úrslitaleiknum. Kvennasveitina skipuðu þær Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðars, Jóhanna Bárðardóttir, Margrét Geirsdóttir, Stefanía M. Jónsdóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. Liðstjóri sveitarinnar var Halldór B. Kristjánsson. Í Silfur-sveit GKG voru þær: María Málfríður Guðnadóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Ólöf Ásgeirsdóttir og Sigríður Olgeirsdóttir. Liðsstjóri sveitarinnar var Áslaug Sigurðardóttir. Í úrslitaviðureigninni við GKG sigraði sveit GR með 2.5 vinningi gegn 0,5 vinningi sveitar GKG. Það voru María Málfríður, GKG og Guðrún Garðars, GR, sem skildu jafnar. Aðra leiki vann sveit GR. Þær Stefanía og Steinunn Lesa meira
PGA: Pádraig Harrington í forystu eftir 1. dag Barclays mótsins á Bethpage Black
Það er Írinn Pádraig Harrington, sem tekið hefir forystu eftir 1. dag Barclays Championship, sem hófst á Bethpage Black golfvellinum í New York í dag. Harrington kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Hann fékk 8 fugla og 1 skolla. Fjórir fuglanna komu í röð hjá honum á holum 11 – 14 , sem var langbesti hluti leiksins hjá honum í dag. Harrington lék einfaldlega snilldarlega. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Bandaríkjamennirnir Nick Watney og Brian Harman, á 65 höggum sem sagt. Fjórir kylfingar deila 4. sætinu þ.á.m. Sergio Garcia og eru allir á 5 undir pari, og voru á 66 höggum í dag. Lesa meira
Evróputúrinn: Brett Rumford og Knut Borsheim efstir á Johnnie Walker Championship eftir 1. dag í Gleneagles
Það er Englendingurinn Brett Rumford og Knut Borsheim frá Noregi sem eru í forystu eftir 1. hring Johnnie Walker Championship, sem hófst í dag á Gleneagles í Skotlandi. Báðir spiluðu þeir Rumford og Borsheim á samtals 5 undir pari hvor, 67 höggum. Þriðja sætinu deila 5 kylfingar sem aðeins eru 1 höggi á eftir forystunni, þ.e. á 4 undir pari, 68 höggum. Þetta er þeir Thorbjörn Olesen, frá Danmörku, Englendingurinn Mark Foster, Skotinn Paul Lawrie, Ítalinn Francesco Molinari og Hollendingurinn Maarten Lafeber. Í 8. sæti eru síðan aðrir 5 kylfingar sem eru enn einu höggi þ.e. 2 höggum á eftir þeim Rumford og Borsheim, en þ.á.m. er Nicolas Colsaerts, besti Lesa meira
Sveitakeppni unglinga: A-Sveit GK sigraði í flokki 18 ára og yngri stúlkna í Þorlákshöfn
Um s.l. helgi fóru fram sveitakeppnir unglinga og eldri kylfinga. Í keppni stúlkna 18 ára og yngri fór A-sveit Golfklúbbsins Keilis með sigur eftir úrslitaleik við Golfklúbb Reykjavíkur. Í sigursveit Íslandsmeistara Golfklúbbsins Keilis í flokki stúlkna 18 ára og yngri 2012 voru þær: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir. Í silfur-sveit GR, sem varð í 2. sæti voru þær: Sunna Víðisdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Eydís Ýr Jónsdóttir. Í sveit GKG sem varð í 3. sæti voru (f.v. á mynd): Gunnhildur Kristjánsdóttir, Helena Kristín Brynjólfsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir og Andrea Jónsdóttir. Úrslit í sveitakeppni unglinga í flokki 18 ára Lesa meira
Sveitakeppni unglinga: Sveitir Keilismanna sigursælar í flokki 15 ára og yngri drengja á Akureyri – A-sveit GK varð Íslandsmeistari og B-sveit GK í 3. sæti
Af öllum sveitakeppnum sem fram fóru síðustu helgi var langstærsta mótið í flokki 15 ára og yngri drengja. Alls tóku 20 sveitir þátt og var keppt á Jaðrinum á Akureyri. Það voru báðar sveitir Golfklúbbsins Keilis, sem urðu í verðlaunasætum, sem er einstaklega glæsilegur árangur. A-sveit Keilis, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri, var skipuð Helga Snæ Björgvinssyni Sigurbergssonar, margföldum Íslandsmeistara og 4 núverandi Íslandsmeisturum þ.e.: Íslandsmeistaranum 2012 í flokki 15 ára og yngri í holukeppni Birgi Birni Magnússyni og Íslandsmeistaranum í flokki 15 ára og yngri í höggleik Gísla Sveinbergssyni. Eins voru í sveitinni Íslandsmeistarinn í holukeppni í strákaflokki 2012, Atli Már Grétarsson og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 21 árs í dag. Hún er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttirovic Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Bergmann (23 ára) Guðrún Sesselja Arnardóttir (46 ára) Skylmingafélag Reykjavíkur (64 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
PGA: Tiger og Rory spila saman á Barclays í dag
Á síðustu 3 árum á PGA TOUR, hefir Rory McIlroy spilað með Phil Mickelson 8 sinnum. Steve Stricker 7 sinnum. Bubba Watson 6 sinnum. Með norður-írskum vini sínum Graeme McDowell fimm sinnum. McIlroy hefir oft spilað við Luke Donald, Keegan Bradley, Lee Westwood, Jim Furyk og Rickie Fowler. Hann hefir jafnvel spilað með kylfingum sem eru mun eldri (Tom Watson) og aðeins yngri (Ryo Ishikawa). En þegar kemur að opinberum mótum á PGA Tour — en McIlroy hefir spilað í 50 — þá hefir hann aldrei spilað við þann kylfing sem hann leit mest upp sem strákur, Tiger Woods. Þetta kemur til með að breytast í dag þegar FedEx Cup umspilið Lesa meira
Viðtalið: Ómar Pétursson, GHD
Hér á eftir fer viðtal við Ómar Pétursson, formann vallarnefndar hjá Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hann hefir eftirtektarverðar skoðanir t.a.m. telur Ómar að tilviljanir séu ekki til, hvorki í lífinu né golfinu. Eins hefir Ómar ákveðnar skoðarnir á nýju reglunum sem tóku gildi í vor, um hvernig skrá eigi skor til forgjafar. Hér er víðtalið: Fullt nafn: Ómar Pétursson. Klúbbur: Golfklúbburinn Hamar á Dalvík (GHD). Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist 9. apríl 1969 og er Bakkfirðingur. Hvar ertu alinn upp? Á Bakkafirði – ég bjó þar alveg þar til ég flutti á Dalvík 1997. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gene Sauers – 22. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Gene Sauers. Gene fæddist í Savannah, Georgia, 22. ágúst 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Sauers byrjaði að spila golf vegna föður síns og var bara 9 ára gamall. Hann spilaði síðan í háskólagolfinu í Georgia Southern University í Statesboro, Georgia. Hann gerðist atvinnumaður og hefir spilaði á PGA Tour 1984-1995. Þá missti hann kortið sitt á PGA Tour og spilaði bara í einstaka móti þeirrar mótaraðar því síðasta árið 2005. Hann hefir verið að spila á nokkrum mótum Nationawide Tour í ár 2012 og ætlar sér að vera á þeirrri mótaröð þar til í dag að hann náði þeim árangri að geta spilað á Lesa meira








