Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 06:45

Cheyenne Woods vann sinn fyrsta titil sem atvinnumaður

Cheyenne Woods krækti sér í fyrsta sigur sinn síðdegis fimmtudaginn 30. ágúst, í gærkvöldi að íslenskum tíma, þegar hún lauk leik á móti á Suncoast Ladies series á 1 undir pari 69 höggum og átti 4 högg á þá sem næst kom, Taylor Karle. Leikið var á LPGA International golfvellinum á Daytona Beach, í Flórída. Cheyenne var í 5 högga forystu fyrir lokahring þessa 54 holu móts og var á heildarskori  upp á 204 högg (67 68 69). Cheyenne Woods varð T-50 á Evian Masters fyrr í sumar en komst ekki í gegnum niðurskurð á US Women´s Open. Cheyenne er fyrrum skólafélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR og Wake Forest og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 21:15

Golfgrín á fimmtudegi

Ungur maður stendur á fyrsta teig þegar eldri herramaður kemur að honum með slitinn golfpoka og spyr hvort hann megi ekki spila hring með stráknum. Ungi maðurinn samþykkir kurteis, jafnvel þó hann sé að flýta sér. Hann verður meira en lítið hissa þegar maðurinn er fljótari og betri en hann hafði búist við með eitthvað styttri högg en hárnákvæm. Virðingin fyrir meðspilaranum eykst frá holu til holu. Á 11. holu lendir bolti unga mansins beint fyrir framan hátt tré og þá biður hann meðspilara sinn um ráð. Gamli maðurinn segir: „Þegar ég var á þínum aldri, sló ég boltann beint yfir tréð og á flötina!“ Ungi maðurinn einbeitir sér eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda fæddist í Kaupmannahöfn, 30. ágúst 1976 og er hún því 36 ára í dag.  Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril í fyrra, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Francisco Abreu 30. ágúst 1943 (69 ára);  Beth Bader, 30. ágúst 1973 (39 ára)  ….. og ….. Ingibjörg Snorradóttir (61 árs) Erling Svanberg Kristinsson (61 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 18:45

Evróputúrinn: Grégory Bourdy leiðir á Omega European Masters eftir 1. dag

Í dag hófst á Crans-sur Sierre í Crans Montana í Sviss, Omega European Masters mótið. Eftir 1. dag er það Frakkinn Grégory Bourdy, sem leiðir. Hann kom inn í dag á frábæru skori, 8 undir pari, 63 höggum. Hann skilaði „hreinu“ skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum; þar af komu 5 á fyrri 9 og 3 á seinni 9. „Þetta var frábær dagur. Ég held ég hafi ekki nokkru sinni spilað betur,“ sagði Grégory Bourdy, kampakátur eftir 1. hring. Öðru sætinu deila Svíinn Fredrik Anderson Hed og Englendingurinn Oliver Fisher, tveimur höggum á eftir Bourdy, þ.e. á 6 undir pari,  á 65 höggum, hvor. Fimm kylfingar eru í 4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 17:00

GBR: Nýr golfvöllur Golfklúbbs Brautarholts á Kjalarnesi tekinn í notkun

Nýr og glæsilegur golfvöllur  er risinn á höfuðborgarsvæðinu. Völlurinn er í landi Brautarholts á Kjalarnesi og er því örstutt frá þéttbýliskjarna höfuðborgarinnar. Búið er að opna völlinn fyrir alla kylfinga og er þeim áhuga hafa á að spila völlinn bent á að senda póst á netfangið gbr@gbr.is til að panta rástíma. Völlurinn er kærkomin viðbót við þá velli sem fyrir eru og segja þeir sem spilað hafa völlinn að umhverfið sé stórfenglegt og útsýnið til borgarinnar er tilkomumikið. Völlurinn sjálfur er í frábæru ástandi miðað við aldur og mjög krefjandi á köflum. „Útsýni, stórbrotin náttúra og fjölbreytt fuglalíf munu einkenna golfvöllinn. Við hönnun vallarins var haft að leiðarljósi að leggja hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 15:00

Ef þú værir Lydia Ko myndirðu gerast pró?

Ókei, fyrirsögnin er bein þýðing úr ensku en er skemmtileg engu að síður: „If you were Lydia Ko would you go pro?“ Lydia Ko vann CN Canadían Women´s Open s.l. sunnudag og varð þar með sú yngsta til að vinna mót á LPGA mótaröðinni aðeins 15 ára gömul, 4 mánaða og 2 daga. Þar sem hún er áhugamaður gat hún ekki tekið við verðlaunatékknum $ 300.000,- (u.þ.b. 36 milljónum íslenskra króna). Hún fékk bara bikarinn og $ 750 úttekt í pró-shopinu.  Skyldi hún hafa keypt sér bol og skyggni merktum golfvellinum þar sem hún vann einn sinn fræknasta sigur á? Hvað mynduð þið gera? Gerast atvinnumenn 15 ára og „hamra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 14:00

Lee Westwood fjallar um Ryder Cup – myndskeið

Lee Westwood tekur í ár þátt í Ryder Cup keppninni í 8. sinn. Hann segir m.a. í myndskeiðinu hér að neðan að Ryder Cup keppnin nái því besta úr öllum, þó margir eigi í erfiðleikum að standa á 1. teig vegna stress.  Westwood man vel þegar hann var nýliði í mótinu 1997 á Valderrama en þá gekk fyrsti leikur hans, fjórmenningur sem hann spilaði ásamt landa sínum Sir Nick Faldo bara vel, enda unnu þeir leikinn. Gaman að sjá Westy svona ungan í myndskeiðinu hér að neðan! Nú er hann meðal eldri og reyndari liðsmanna í liði Olazábal og Evrópu, á að baki 33 leiki í keppninni og telur þá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 13:20

Hver er kylfingurinn: Suzann Pettersen? (3. grein af 4)

Hér verður fram haldið að gera grein fyrir ferli kylfingsins Suzann Pettersen frá því hún gerðist atvinnumaður árið 2000 og til dagsins í dag. Tekinn verður upp þráðurinn þar sem skilið var við í gær í lok árs 2005. Á morgun verður síðan birt 4. og síðasta greinin  um Suzann þ.e. árin 2010-2012.  Hér verður fjallað um hápunkta ferils hennar 2006-2009: 2006 Árið 2006 spilaði Pettersen fimm sinnum á LET, og var með tvo topp-10 árangra þ.á.m. 3. sætið á  Scandinavian TPC. Á LPGA Tour var hún þrisvar sinnum meðal topp-10, þar sem besti árangur hennar var 5. sætið á Florida Natural Charity Championship.  2007 Í byrjun árs 2007 var Pettersen valinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 13:00

Óskar Halldórsson Golfsumarsmeistari 2012

Pro-Am mót Golfsumarsins fór fram á Hólmsvelli í Leiru í gær. Í mótinu léku þeir sem bestum árangri höfðu náð í Golfsumrinu – stærsta golfleik landsins –  og 9 bestu kylfingar landsins. Spiluð var einstaklingskeppni og liðakeppni.  Í liðakeppninni voru lið svo sett saman að 1 af 9 bestu kylfingum var paraður með 3 þátttakendum úr Golfsumrinu. Í einstaklingskeppninni kepptu 9 bestu kylfingarnir sín á milli og síðan þátttakendur Golfsumarsins, sín á milli. Í aðalvinning var golfferð til Dalmahoy í Skotlandi með Birgi Leif Hafþórssyni í apríl 2013, en Icelandair Golfers og Vodafone gáfu öll verðlaun í mótið. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Einstaklingskeppni – lokamót Golfsumarsins: 1. sæti Óskar Halldórsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 12:30

Rory ekki með í Grand Slam

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy  tekur ekki þátt í móti rismótsmeistaranna í ár, Grand Slam, sem haldið er ár hvert á Bermúda. Leikið er á Port Royal golfvellinum. Rory átti þátttökurétt í mótinu vegna þess að hann sigraði á PGA Championship.  Þar átti hann að mæta Bubba Watson, sem sigraði á the Masters, Webb Simpson, sigurvegara Opna bandaríska og Ernie Els sigurvegara Opna breska. Rory mun þess í stað spila á BMW Masters á evrópsku mótaröðinni.  Keegan Bradley kemur í stað Rory, en hann er sigurvegari PGA Championship 2011.