Borgarvík – braut nr. 1 – á nýja vellinum í landi Brautarholts á Kjalarnesi.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 17:00

GBR: Nýr golfvöllur Golfklúbbs Brautarholts á Kjalarnesi tekinn í notkun

Nýr og glæsilegur golfvöllur  er risinn á höfuðborgarsvæðinu. Völlurinn er í landi Brautarholts á Kjalarnesi og er því örstutt frá þéttbýliskjarna höfuðborgarinnar. Búið er að opna völlinn fyrir alla kylfinga og er þeim áhuga hafa á að spila völlinn bent á að senda póst á netfangið gbr@gbr.is til að panta rástíma. Völlurinn er kærkomin viðbót við þá velli sem fyrir eru og segja þeir sem spilað hafa völlinn að umhverfið sé stórfenglegt og útsýnið til borgarinnar er tilkomumikið. Völlurinn sjálfur er í frábæru ástandi miðað við aldur og mjög krefjandi á köflum.

„Útsýni, stórbrotin náttúra og fjölbreytt fuglalíf munu einkenna golfvöllinn. Við hönnun vallarins var haft að leiðarljósi að leggja hann í landið og hafa ósnert rými umhverfis brautir til að skapa fuglalífi meira svigrúm og að nýta eiginleika umhverfis sem náttúrulegar hindranir,“ segir á heimsíðu GBR, sem koma má á með því að SMELLA HÉR: