
Cheyenne Woods vann sinn fyrsta titil sem atvinnumaður
Cheyenne Woods krækti sér í fyrsta sigur sinn síðdegis fimmtudaginn 30. ágúst, í gærkvöldi að íslenskum tíma, þegar hún lauk leik á móti á Suncoast Ladies series á 1 undir pari 69 höggum og átti 4 högg á þá sem næst kom, Taylor Karle.
Leikið var á LPGA International golfvellinum á Daytona Beach, í Flórída.
Cheyenne var í 5 högga forystu fyrir lokahring þessa 54 holu móts og var á heildarskori upp á 204 högg (67 68 69).
Cheyenne Woods varð T-50 á Evian Masters fyrr í sumar en komst ekki í gegnum niðurskurð á US Women´s Open.
Cheyenne er fyrrum skólafélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR og Wake Forest og spiluðu þær saman í háskólaliði Wake Forest, en Cheyenne útskrifaðist nú í vor.
Frændinn frægi, Tiger Woods var fljótur að óska frænku sinni til hamingju með sigurinn:
„Congrats to my niece Cheyenne on winning her first professional event on SunCoast Ladies Series Tour! Won by 4, very proud.“
(Lausleg þýðing: Hamingjuóskir til frænku minnar, Cheyenne, fyrir að sigra á fyrsta atvinnumóti sínu á SunCoast Ladies Series Tour! Vann með 4, mjög stoltur.“)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024