Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 10:00

Tiger og Notah Begay III sigruðu á styrktarmóti NB3 Foundation Challenge 2012

Notah Begay ásamt Tiger Woods sigruðu í fyrsta sinn í 5 ár á skori upp á 9 undir pari í styrktarmóti NB3 Foundation Challenge á golfstaðnum Turning Stone í Atunyote golfklúbbnum.  Begay og Tiger hafa verið vinir allt frá því í Stanford. Styrktarmótið var keppni 12 þekktra kylfinga sem skipt hafði verið upp í 3 lið Austurs og Vesturs, þ.e. Bandaríkin á móti Asíu.  Í einu liðanna þriggja fyrir Ameríku voru Begay og Tiger sem áttust við KJ Choi og YE Yang fyrir hönd Asíu. Aðrir sem þátt tóku f.h. Bandaríkjana voru Gary Woodland og Cristie Kerr fyrir Bandaríkin gegn Danny Lee og Se Ri Pak frá Asíu og Rickie Fowler og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Albert Þorkelsson – 29. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Albert Þorkelsson. Albert er fæddur 29. ágúst 1922 og hefði því átt 90 ára merkisafmæli í dag, en Albert lést 12. febrúar 2008.   Albert  var  forystumaður Golfklúbbs Borgarness (GB) allt frá stofnun klúbbsins 1973; hann var einn af stofnfélögum GB. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Carl Pettersson, 29. ágúst 1977 (35 ára);  Peter Uihlein,  29. ágúst 1989 (23 ára);  Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 1999 (13 ára)….. og ….. Sigríður Anna Kristinsdóttir (55 ára) Anton Rafn Ásmundsson (33 ára) Jónína Kristjánsdóttir GK (49 ára) Ég Er Akureyringur (27 ára) Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 20:00

GKS: Ragnar Ágúst Ragnarsson og Helga Dóra Ágústsdóttir sigruðu á Siglfirðingamótinu – myndasería

Á sunnudaginn s.l., 26. ágúst 2012, fór fram Siglfirðingamótið á Hvaleyrinni í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. Þetta er í 2. sinn sem Siglfirðingamótið  er haldið, en fyrsta mótið fór fram í september 2011 á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.  Mótið er opið Siglfirðingum á höfuðborgarsvæðinu þ.e. þeim, sem eiga rætur sínar að rekja til Siglufjarðar eða tengjast Siglufirði sterkum böndum á einn eða annan hátt. Eins voru í bæði skipti margir Siglfirðingar búsettir á Siglufirði, félagar í Golfklúbbi Siglufjarðar, GKS,  sem lögðu leið sína á höfuðborgarsvæðið til þess að taka þátt í mótinu. Þátttakendur voru 47 – þar af 35 karlar og 12 konur. Alltaf þegar Siglfirðingar koma saman er veðrið gott – bæði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 19:45

Siglfirðingagolfmót á Hvaleyrinni – 26. ágúst 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 18:20

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (8. grein af 34): Dawn M. Shockley

Dawn Shockley er ein 3 stúlkna sem deildu 26. sæti í Q-school LET og hafa því spilað á Evrópumótaröð kvenna keppnistímabilið 2012. Dawn fæddist í Estes Park, í Colorado, 4. september 1986 og er því 25 ára. Hún gerðist atvinnumaður 1. júní 2009. Hún spilaði fyrst á Futures Tour (sem nú heitir Symetra Tour) og er besti árangur hennar þar 2. sætið á the Santorini Riviera Nayarit Classic mótinu. Meðal áhugamála hennar eru hjólreiðar, fjallahjól, snjóbretti, tjaldferðir, að elda, líkamsrækt, vín og klifur. Dawn byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir að móðir hennar og bróðir, D. Horter og M. Miller seú þeir aðilar sem hafi haft mest áhrif á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 17:57

Ramón Sota – frændi Seve Ballesteros látinn

Ramón Sota, frændi golfgoðsagnarinnar Seve Ballesteros og frábær kylfingur á árunum 1960- 1980, er látinn 74 ára að aldrei skv. heimild frá spænska golfsambandinu. Sota var lykilmaður í vexti íþróttarinnar á Spáni og aðal hvatamaður Seve, sem dó í maí 2011 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Eftir að Sota gerðist atvinnumaður 1956 varð hann spænskur meistari 4 sinnum auk þess sem hann sigraði í fjölda móta um allan heim. Hann varð í 7. sæti á Opna breska árið 1963 og 8. áirð 1971 og var 6. í Masters-mótinu 1965, sem var besti árangur Evrópubúa á þeim tíma. „Félagar í konunglega spænska golfsambandinu votta fjölskyldu og vinum dýpstu samúð“ segir m.a Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (6): Barist um stigameistaratitlana í Símamótinu n.k. helgi

Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni, Símamótið, fer fram á Grafarholtsvelli um næstu helgi. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur á laugardeginum. Góð þátttaka er í mótinu. Hámarksfjöldi keppenda er 84 kylfingar og hefur myndast biðlisti inn í mótið hjá körlunum. Barist er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Íslandsmeistarinn tvöfaldi, Haraldur Franklín Magnús úr GR, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Hann verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 17:00

GK: Fyrirtækjakeppni Keilis verður haldin laugardaginn 8. september

Eitt glæsilegasta golfmót ársins, Fyrirtækjakeppni Keilis verður haldið 8. september nk. Þó farið sé að líða að hausti er golfvöllur Keilis í frábæru standi, hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Boðið er upp á skemmtilegt keppnisfyrirkomulag þar sem leikinn er betri bolti. Fyrirtækjakeppnin hefur verið ein aðalfjáröflun Keilis ár hvert, og er tilvalinn vettvangur fyrir atvinnurekendur að bjóða starfsmönnum sínum að spila golf fyrir hönd fyrirtækis síns og eiga möguleika á að vinna til glæsilegra verðlauna. Þátttökugjald í ár er 30,000 krónur og er innifalinn grillveisla ásamt bjór, gosi eða léttvínsglasi. Firmakeppnin er punktakeppni með forgjöf þar sem hámarks gefin forgjöf er 18. Golfklúbburinn Keilir getur útvegað leikmenn fyrir fyrirtæki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 16:45

Hver er kylfingurinn: Suzann Pettersen? (2. grein af 4)

Hér verður í næstu 3 greinum um kylfingum Suzann Pettersen gerð grein fyrir helstu afrekum hennar ár hvert frá því hún gerðist atvinnumaður. Suzann gerðist atvinnumaður 2000 og hefir verið gerð grein fyrir ferli hennar fram til loka árs 2001, í 1. grein hér á Golf 1. Nú verður tekinn upp þráðurinn 2002: 2002 Suzann Pettersen hóf árið 2002 með því að tapa í bráðabana fyrir Karrie Webb í AAMI Australian Women´s Open og tveir topp 10 árangrar urðu til þess að hún ávann sér sæti í liði Evrópu í Solheim Cup 2002. Í tvímenningnum var Pettersen 5 undir og átti eftir 5 holur en hún jafnaði við Michele Redman. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 08:30

Af hverju valdi Olazábal ekki Harrington í Ryder Cup lið sitt?

Fyrirliði Ryder Cup José Maria Olazábal og Pádraig Harrington hafa löngum eldað grátt silfur saman.  Þegar ljóst varð að Ollie eins og Olazábal er kallaður af vinum sínum hefði valið þá Ian Poulter og Nicolas Colsaerts í lið sitt en ekki Harrington urðu margir til að velta fyrir sér hvað ylli því? Harrington lét hafa eftir sér eftir að ljóst var að hann yrði ekki í liðinu „að jafnvel hundarnir á götum úti hafi vitað að hann yrði ekki í liðinu.“ Ein kenningin er sú að þeir séu í grunninn gjörólíkir karakterar, sem m.a. sést á því að Ollie er vatnsberi (fæddur 5. febrúar 1966 og því 46 ára) og Lesa meira