Novo Santi Petri – Þar getur verið erfitt að slá innan um öll trén sem þar eru!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 21:15

Golfgrín á fimmtudegi

Ungur maður stendur á fyrsta teig þegar eldri herramaður kemur að honum með slitinn golfpoka og spyr hvort hann megi ekki spila hring með stráknum. Ungi maðurinn samþykkir kurteis, jafnvel þó hann sé að flýta sér. Hann verður meira en lítið hissa þegar maðurinn er fljótari og betri en hann hafði búist við með eitthvað styttri högg en hárnákvæm. Virðingin fyrir meðspilaranum eykst frá holu til holu. Á 11. holu lendir bolti unga mansins beint fyrir framan hátt tré og þá biður hann meðspilara sinn um ráð.

Gamli maðurinn segir: „Þegar ég var á þínum aldri, sló ég boltann beint yfir tréð og á flötina!“

Ungi maðurinn einbeitir sér eins og hann getur og ætlar að slá höggið sem stungið var upp á, en boltinn hittir grein á trénu og lendir nákvæmlega á sama stað þar sem hann var áður.

Þá sagði sá gamli: „Auðvitað var tréð aðeins meters hátt á þeim tíma!!!“

———————————————————————————

Tveir Skotar spila á linksara heima í Skotlandi, þegar annar þeirra slær bolta sinn í sjóinn. Svo sem kunnugt er eru Skotar afar nískir og Skotinn okkar segir strax: „Ég stekk eftir honum.“  Hinn Skotinn spyr: „Heyrðu, kanntu nokkuð að synda?“ Svarið: „Já, ég lærði að synda fyrir tveimur vikum.“

Hann stingur sér á eftir boltanum og hinn Skotinn bíður þolinmóður á bakkanum.  Þrjú holl spila framhjá Skotunum tveimur og í hvert sinn sem holl fer framhjá segir Skotinn, sem stendur á bakkanum: „Frábært!“ Í þriðja hollinu er loks kylfingur sem spyr: „Hvað er eiginlega svona frábært?“  Þá svarar Skotinn á bakkanum: „Vinur minn lærði fyrst að synda fyrir tveimur vikum en hann er samt búinn að vera í hálftíma að kafa eftir boltanum sínum!“  (Líklega ljóshærðir Skotar þetta !!! 🙂

———————————————————————————–

Einn klassískur í lokinn:

Brúðhjónin standa fyrir framan altarið. Þá sér brúðurin að brúðguminn hefir tekið golfsettið með í kirkjuna. „Hvað í ósköpunum ertu að gera með kylfurnar í kirkjunni?“ Brúðguminn: „Þetta getur nú ekki tekið svo langan tíma eða hvað?“

Heimild: Brandarar úr bókinni 101 Golf-Witze und Sprüche