Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 14:00

Lee Westwood fjallar um Ryder Cup – myndskeið

Lee Westwood tekur í ár þátt í Ryder Cup keppninni í 8. sinn. Hann segir m.a. í myndskeiðinu hér að neðan að Ryder Cup keppnin nái því besta úr öllum, þó margir eigi í erfiðleikum að standa á 1. teig vegna stress.  Westwood man vel þegar hann var nýliði í mótinu 1997 á Valderrama en þá gekk fyrsti leikur hans, fjórmenningur sem hann spilaði ásamt landa sínum Sir Nick Faldo bara vel, enda unnu þeir leikinn. Gaman að sjá Westy svona ungan í myndskeiðinu hér að neðan!

Nú er hann meðal eldri og reyndari liðsmanna í liði Olazábal og Evrópu, á að baki 33 leiki í keppninni og telur þá leiki sem hann vann ásamt liði Evrópu meðal þeirra eftirminnilegri.

Til þess að sjá myndskeið þar sem Lee Westwood talar um hvernig það er að taka þátt í Ryder Cup SMELLIÐ HÉR: