Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 18:45

Evróputúrinn: Grégory Bourdy leiðir á Omega European Masters eftir 1. dag

Í dag hófst á Crans-sur Sierre í Crans Montana í Sviss, Omega European Masters mótið. Eftir 1. dag er það Frakkinn Grégory Bourdy, sem leiðir. Hann kom inn í dag á frábæru skori, 8 undir pari, 63 höggum. Hann skilaði „hreinu“ skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum; þar af komu 5 á fyrri 9 og 3 á seinni 9.

„Þetta var frábær dagur. Ég held ég hafi ekki nokkru sinni spilað betur,“ sagði Grégory Bourdy, kampakátur eftir 1. hring.

Öðru sætinu deila Svíinn Fredrik Anderson Hed og Englendingurinn Oliver Fisher, tveimur höggum á eftir Bourdy, þ.e. á 6 undir pari,  á 65 höggum, hvor.

Fimm kylfingar eru í 4. sæti á 5 undir pari, 66 höggum þ.á.m. Indverjinn Anirban Lahiri .

Til þess að sjá stöðuna á Omega European Masters eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: