Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 15:00

Ef þú værir Lydia Ko myndirðu gerast pró?

Ókei, fyrirsögnin er bein þýðing úr ensku en er skemmtileg engu að síður: „If you were Lydia Ko would you go pro?“

Lydia Ko vann CN Canadían Women´s Open s.l. sunnudag og varð þar með sú yngsta til að vinna mót á LPGA mótaröðinni aðeins 15 ára gömul, 4 mánaða og 2 daga.

Þar sem hún er áhugamaður gat hún ekki tekið við verðlaunatékknum $ 300.000,- (u.þ.b. 36 milljónum íslenskra króna).

Hún fékk bara bikarinn og $ 750 úttekt í pró-shopinu.  Skyldi hún hafa keypt sér bol og skyggni merktum golfvellinum þar sem hún vann einn sinn fræknasta sigur á?

Hvað mynduð þið gera? Gerast atvinnumenn 15 ára og „hamra járnið meðan það er heitt“ eða taka þá stefnu sem Lydía hefir ákveðið að fara: klára menntaskólann og fara síðan í háskóla – Stanford í Kaliforníu er sá staður sem hún vill vera á?

Hér eru nokkrar staðreyndir um Lydíu:

Lydia Ko er frá Nýja-Sjálandi og hefir keppt í mótum atvinnukylfinga frá því hún var 12 ára.
Fæðingardagur:  24. apríl 1997 (Hún á sama afmælisdag og Lee Westwood).
Fæðingarstaður: Seoul, Suður-Kórea.
Uppnefni: Lyds.

Sigrar í mótum atvinnumanna:  2

LPGA Tour: 1
ALPG Tour: 1

Sigrar á mótum áhugamanna:

2012 U.S. Women’s Amateur

Aðrir sigrar:

• 2011 Australian Women’s Stroke Play Championship

• 2011 New Zealand Women’s Stroke Play Championship
• 2011 New Zealand Women’s Match Play Championship
• 2012 Australian Women’s Amateur
• 2012 U.S. Women’s Amateur
Haft eftir Lydíu Ko: „Ég verð að vinna mikið, sem getur stundum verið leiðinlegt en lokaniðurstaðan fær mig til að brosa.“

Ýmislegt:

Árið 2011 varð Ko fyrsti kylfingur til þess að vinna meistaratitilinn í höggleik í kvennagolfinu í bæði Ástralíu og Nýja-Sjálandi – þ.e. á sama árinu.

Ko er yngsti kylfingurinn, hvort heldur er í karla- eða kvennagolfi til þess að sigra á móti atvinnumanna (þannig að hún fái stig á heimslista).  Ko var 14 ára þegar hún sigraði á the Bing Lee Samsung Women’s NSW Open nálægt Sydney, Ástralíu, sem var mót á ALPG Tour.

Árið 2012,15 ára, varð Ko yngsti kylfingurinn til þess að vinna mót á LPGA Tour, en það gerðist s.l. helgi á  CN Canadian Women’s Open.