Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 10:22

Eimskipsmótaröðin (6): Síðasta mótið – Síma mótið – hófst í Grafarholtinu í dag

Síðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni – mótaröð bestu kylfinga á Íslandi – hófst í morgun. Spilað er á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur, Grafarholtsvelli. Fyrsti þátttakandinn til að ljúka keppni á 1. hring í dag var Hansína Þorkelsdóttir, GKG, en hún kom í hús á 5 yfir pari, 76 höggum. Það voru 81 skráður til keppni en 7 hafa sagt sig úr mótinu og því 74 sem ljúka keppnistímabilinu með stæl; 13 konur og 61 karl. Þátttakendur eru eftirfarandi: Nafn Klúbbur Forgjöf Alfreð Brynjar Kristinsson GKG -0.5 Andri Már Óskarsson GHR 0.1 Anton Helgi Guðjónsson GÍ 3.9 Arnar Snær Hákonarson GR -0.2 Arnar Freyr Jónsson GN 4.0 Árni Freyr Hallgrímsson GR 4.5 Árni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 03:30

PGA: Seung-Yul Noh í forystu á Deutsche bank mótinu á 62 – hápunktar og högg 1. dags

Það er Seung-Yul Noh sem leiðir eftir 1. dag Deutsche Bank mótsins. Hann kom inn á 9 undir pari, 62 höggum. Noh lék glæsilega var með „hreint“ skollalaust kort sem á voru 9 fuglar og 9 pör – þar af komu 5 fuglanna á fyrri 9 og 4 á seinni 9. Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk á 8 undir pari, 63 höggum. Kirk fékk 4 fugla á fyrri 9 en síðan skolla á 11. braut sem hann tók aftur með fugli á 12. braut og bætti síðan við 2 fuglum á 13. og 16. braut og fékk svo glæsiörn á 18., sem kom honum í 2. sæitð á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 21:30

Aron Snær Júlíusson er sigurvegari Unglingaeinvígisins í Mosfellsbæ

Aron Snær Júlíusson, GKG, er sigurvegari í Unglingaeinvíginu í Kópavogi 2012. Tíu hetjur börðust í dag í rigningunni og hvassviðri á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í Unglingamótinu. Mótið er með shoot-out fyrirkomulagi og dettur einn keppandi út á hverri holu og í lokinn voru bara þeir Aron Snær og Birgir Björn Magnússon, GK eftir. Á úrslitaholunni setti Aron Snær boltann um 2 metra frá holu og náði fugli meðan Birgir Björn yfirsló flötina og fékk skolla. Aron Snær stóð því einn uppi sem sigurvegari í þessu móti, þar sem 30 bestu unglingar landsins hófu keppni og öttu kappi.  Í 3. sæti varð Henning Darri Þórðarson, GK og í því fjórða  Ragnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 19:00

PGA: Tiger Woods og Jeff Overton leiða á Deutsche Bank mótinu á 64 snemma á 1. degi

Í dag hófst Deutsche Bank mótið sem er annað mótið í FedEx Cup umspilinu. Þátttakendur á þessu stigi eru 98.  Nú snemma dags eru Tiger Woods og Jeff Overton efstir, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Þar er einkum Ryan Moore sem gæti reynst toppmönnunum skeinuhættur. Hann er búinn að spila ótrúlegt golf á fyrri 9 er þegar kominn 6 undir en Tiger og Overton luku leik á samtals 7 undir pari, 64 höggum. Tiger fékk 5 fugla í röð á fyrri 9 og síðan skolla á 9. holu og síðan 3 fugla á seinni 9 (þ.e. 11.; 13. og 18. braut). Overton, hins vegar sneri þessu við var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Julien Quesne leiðir þegar Omega European Masters er hálfnað

Það er Frakkinn Julien Quesne,  sem leiðir þegar Omega European Masters er hálfnað.  Quesne  er á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65).  Julien sigraði á fyrsta móti sínu á Evróputúrnum í ár á Open de Andalucia,  sem haldið var á Aloha golfvellinum. Englendingurinn Danny Willet er í 2. sæti 1 höggi á eftir Quesne. Í 3. sæti er  síðan Skotinn Paul Lawrie á 7 undir pari, 135 höggum  (69 66). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ása Ólafsdóttir – 31. ágúst 2012

Það er Ása Ólafsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Ása er fædd 31. ágúst 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Ásu hér að neðan: Ása Ólafsdóttir (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959;  Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (70 ára); Odile Roux, 31. ágúst 1961 (Spilaði á LET – 51 árs);  Pádraig Harrington,  31. ágúst 1971 (41 árs);  Charl Schwartzel, 31. ágúst 1984 (28 ára); Sun Ju Ahn 31. ágúst 1987 (25 ára) ….. og …… Gisli Sveinbergsson (15 ára) Þröstur Kárason (17 ára) Kambaröst Su Stöðvarfirði (35 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 09:30

Öldungardeildarþingmaðurinn Marc Rubio frá Flórída skýtur á Obama fyrir að spila of mikið golf við útnefningu Mitt Romney

Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður republíkana frá  Flórída, sem kynnti Mitt Romney á flokksþingi republíkana, beindi spjótum sínum að áhugamáli sitjandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama í ræðu sinni. Í ræðu Rubio sagði m.a.: „Vandamálið með Obama forseta er ekki að hann sé slæm manneskja. Hann er að öllu leyti góður eiginmaður og góður faðir, og þökk sé miklum æfingum góður kylfingur. Vandamál okkar er ekki að hann sé slæm manneskja. Vandamál okkar er að hann er slæmur forseti.“ (Innskot: Vá, þvílík ræðusnilld – maður dettur alveg af stólnum!) Rubio er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn til þess að gagnrýna Obama fyrir að spila of mikið golf. Romney sjálfur hefir, raunar sakað forsetann um að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 08:30

Viðtal við Rory McIlroy og Caroline Wozniacki – myndskeið

Rory McIlroy fór æfingahring í gær fyrir Deutsche Bank Championship, sem hefst í dag, föstudaginn 31. ágúst á TPC Boston golfvellinum.  Sú sem fylgdi honum allar 18 holurnar var hin danska Caroline Wozniacki, kærasta hans, sem er meðal efstu 10 á heimslista yfir bestu tenniskonur heims. Hún sagðist m.a.  í meðfylgjandi myndskeiði vel finna fyrir fótunum á sér eftir að hafa gengið holurnar 18. Caroline tapaði nú fyrr í vikunni í fyrstu umferð  U.S. Open í tennis, sem fram fer í New York þessa dagana. Það var kærkomið því þá gat hún brugðið sér í stutta ferð til Massachusetts og fylgst með sínum heittelskaða, Rory McIlroy og hvatt hann áfram.  Rory Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 07:45

Nokkrir hafa fundið golfbolta í afmælisleik Hótel Sögu – enn margir golfboltar dreifðir á golfvöllum landsins!

Kylfingar hafa verið nokkuð lunknir við að finna golfbolta í afmælisleik Radison blu – Hótel Sögu.  En þrátt fyrir það er enn fjöldi Hótel Sögu bolta á golfvöllum landsins, sem enn eru ófundnir þannig að það er um að gera að hafa augun opin þegar færi gefst til golfleiks. Góðir glaðningar í boði Hótel Sögu eru í boði fyrir þann, sem finnur bolta í afmælisleiknum. Svona þarf golfboltinn að vera merktur til þess að hægt sé að nálgast vinning á Hótel Sögu: Meðal þeirra sem fundið hafa golfbolta frá Hótel Sögu eru Baldur Agnarsson, en hann hlaut í vinning gistingu á Hótel Sögu.  Eins fann Björn Árnason bolta og hlaut Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2012 | 07:30

Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ hófst í gær

Í gær hófst Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ. Það voru 30 unglingar sem hófu keppni og eftir leik gærdagsins stóðu 10 uppi. Þeir 30 sem hófu keppni voru eftirfarandi: Flokkur 14 ára og yngri:  Atli Már Grétarsson, GK;  Eggert Kristján Kristmundsson, GR; Eva Karen Björnsdóttir, GR; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG;  Helgi Snær Björgvinsson, GK; Henning Darri Þórðarsson, GK; Jason Nói Arnarsson, GKJ; Kristín María Þorsteinsdóttir, GKJ; Saga Traustadóttir, GR og Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK. Flokkur 15-16 ára:  Aron Snær Júlíusson, GKG; Birgir Björn Magnússon, GK; Björn Óskar Guðjónsson, GKJ;  Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Elís Rúnar Elísson, GKJ; Gísli Sveinbergsson, GK;  Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; Óðinn Þór Ríkarðsson, GKG; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Flokkur 17-18 ára:  Anna Sólveig Snorradóttir, GK;  Benedikt Árni Harðarson, GK; Benedikt Lesa meira