Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 13:20

Hver er kylfingurinn: Suzann Pettersen? (3. grein af 4)

Hér verður fram haldið að gera grein fyrir ferli kylfingsins Suzann Pettersen frá því hún gerðist atvinnumaður árið 2000 og til dagsins í dag. Tekinn verður upp þráðurinn þar sem skilið var við í gær í lok árs 2005. Á morgun verður síðan birt 4. og síðasta greinin  um Suzann þ.e. árin 2010-2012.  Hér verður fjallað um hápunkta ferils hennar 2006-2009:

2006

Árið 2006 spilaði Pettersen fimm sinnum á LET, og var með tvo topp-10 árangra þ.á.m. 3. sætið á  Scandinavian TPC. Á LPGA Tour var hún þrisvar sinnum meðal topp-10, þar sem besti árangur hennar var 5. sætið á Florida Natural Charity Championship.

 2007

Í byrjun árs 2007 var Pettersen valinn fulltrúi Noregs á Women´s World Cup of Golf en dró sig úr mótinu vegna veikinda áður en það byrjaði. á The Safeway International náði hún þá besta árangri sínum 2. sæti og var 2 höggum á eftir Lorenu Ochoa. Leikur hennar hrundi seint á Kraft Nabisco og því náði hún bara að jafna besta árangur sinn, en það var 2. besti árangur hennar í risamóti. Pettersen var fyrsti sigurvegarinn frá Noregi á LPGA þegar hún sigraði Jee Young Lee í bráðabana á Michelob ULTRA Open í Kingsmill. Pettersen fylgdi sigrinum eftir með 2. risamótstitli sínum árið 2007, þegar hún vann LPGA Championship og átti 1 högg á Karrie Webb. Þar með komst hún í 4. sæti heimslistans. Á LET vann hún SAS Masters í Noregi. Í október vann hún 3. sigur sinn á LPGA, þ.e. í Longs Drugs Challenge þegar hún vann Lorenu Ochoa í bráðabana og eftir það náði hún 4. og 5. sigri sínum í Kóreu og Thaílandi. Þann 31. desember 2007 komst Pettersen í fyrsta sinn í 2. sætið á heimslista kvenna og varð þar með stöðuhærri en Karrie Webb og Annika Sörenstam, aðeins Lorena Ochoa var henni fremri.

2008

Í janúar 2008 skrifaði Suzann Pettersen undir auglýsingasamning til margra ára við Nike Golf til þess að auglýsa Nike kylfur, bolta, skó, hanska og poka. Fyrsti sigur hennar árið 2008 kom í móti sem var stytt vegna rigninga þ.e. Deutsche Bank Ladies Swiss Open.

2009

Í september 2009 vann Suzann Pettersen 6. sigur sinn á LPGA Tour, þann fyrsta í tvö ár á CN Canadian Women´s Open í Priddis Greens Golf & Country Club í Calgary, Alberta. Petterson vann mótið með fimm högga mun á Karrie Webb, Momoko Ueda, Morgan Pressel, Ai Miyazato  og Angela Stanford.

Heimild: Wikipedia