Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 04:00

Mahan finnur fyrir tómarúmi fyrir að hafa ekki verið valinn í bandaríska Ryder Cup liðið – Kaymer hissa að Mahan sé ekki í liðinu

„Þátttaka í Ryder Cup er markmið sérhvers bandarísks kylfings og það eru vonbrigði að vera ekki hluti af því,“ sagði Hunter Mahan, núverandi heimsmeistari í holukeppni við blaðamenn, þegar ljóst var að hann yrði ekki í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 2012. Hunter Mahan er nú við æfingar í Carmel, Indiana þar sem BMW Championship, 3. mót FedExCup umspilsins fer fram í þessari viku. „Ég hef verið hluti af síðustu 5 liðum Bandaríkjamanna  og það er sárt að vera ekki hluti þeirra nú,“ bætti hann við og átti við þátttöku sína í síðustu liðum Bandaríkjamanna í Ryder Cup og Forsetabikarnum. „Það er svolítið tómarúm sem ég finn fyrir í augnablikinu.“ Einn þeirra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 03:45

Cheyenne Woods á 77 höggum eftir 1. hring Q-school LPGA

Cheyenne Woods, fyrrum skólafélagi og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, í golfliði Wake Forest, tekur nú þátt í 1. stigi Q-school LPGA. Það eru 240 þátttakendur. Og Cheyenne gekk ekki vel. Hún kom inn í gær á 5 yfir pari, 77 höggum. „Ég fann kannski aðeins fyrir pressunni,“ viðurkenndi Cheyenne. „Þetta er Q-school og það veltur mikið á útkomunni hér.“ Cheyenne tók þátt í nokkrum mótum á SunCoast Ladies Series í Flórída, og vann fyrsta mótið sitt á þeirri mótaröð  67-68-69 á Champions golfvellinum, sama golfvelli og útrökumótið fyrir Q-school LPGA fer fram á. „Maður verður að læra að sigra,“ sagði Cheyenne sem m.a. hlaut hamingjuóskir frá frænda sínum fræga, Tiger Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 03:30

Ólafur Björn í 3.-6. sæti eftir 1. hring í 1. móti sínu sem atvinnumaður

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði í gær  fyrsta hring sinn í móti sínu sem atvinnumaður, þ.e. í  Olde Sycamore Golf Plantation mótinu í Norður-Karólínu.  Mótið er hluti af Carolinas Pro Golf Tour mótaröðinni. Þátttaka Ólafs Björns í mótinu er hluti af undirbúningi hans fyrir úrtökumót sem hann fer í  fyrir PGA Tour, í Dallas síðar í mánuðnum. Ólafi gengur vel í mótinu. Hann spilaði á 1 undir pari, 71 höggi í gær og deilir 3. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Olde Sycmore Golf Plantation mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 03:00

DJ – Furyk – Snedeker og Stricker valdir í bandaríska Ryder Cup liðið

Seint í gærkvöldi var tilkynnt um hverjir myndu skipa bandaríska Ryder Cup liðið. Bandaríska Ryder Cup liðið 2012 er svo skipað: Keegan Bradley Jason Dufner Jim Furyk Dustin Johnson Zach Johnson Matt Kuchar Phil Mickelson Webb Simpson Brandt Snedeker Steve Stricker Bubba Watson Tiger Woods Davis Love III fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins valdi þá Dustin Johnson, Jim Furyk, Brandt Snedeker og Steve Stricker í lið sitt. Nýliðinn í bandaríska Ryder Cup liðinu er Brandt Snedeker.  Hann sagði eftirfarandi um símtalið sem hann hlaut frá Davis Love III um að hann hefði verið valinn: „Þetta var svolítið stressandi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég var svo spenntur að ég gat Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 18:30

Anna Rawson og Golfpunk eru komin fram á sjónarsviðið aftur

Árið 2003 kom fram á sjónarsviðið í Englandi smart golftímarit sem bar nafnið GolfPunk. Slagorð tímaritsins var: „The Golf Mag for The Rest Of Us.“ (eða m.ö.o. „golftímaritið fyrir okkur hin“) – Golf með stæl(a). Og það sem prýddi forsíðuna voru frægar myndir af ástralska módelinu og síðar LPGA kylfingnum Önnu Rawson.  Það var vegna myndaseríanna í  GolfPunk sem Anna Rawson hlaut fyrst athygli. En útgáfubransinn og tímaritabransinn er harður heimur. Og uppáhaldsgolftímarit margra, GolfPunk, leið undir lok. Leiðir skildu hjá frumkvöðlum tímaritsins 2006. En nú eru þau – þ.e. GolfPunk og Anna Rawson, komin aftur fram á sjónarsviðið. Gamla teymið farið að vinna saman aftur. GolfPunk er nefnilega orðinn  „a digital-only format“ fjölmiðill – þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 18:15

Afmæliskylfingur dagsins: Raymond Floyd – 70 ára – 4. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Raymond Floyd. Raymond er fæddur 4. september 1942 og á því 70 ára stórafmæli í dag!  Raymond gerðist atvinnumaður í golfi 1961 fyrir 51 ári.  Á löngum ferli sínum hefir hann sigrað í 66 mótum þ.á.m. 22 sinnum á PGA mótaröðinni og deilir 27. sætinu með öðrum yfir þá sem unnið hafa oftast á mótaröðinni. Raymond hefir 4 sinnum sigrað á risamótum, þ.e. öllum nema Opna breska og PGA Championship tvisvar, 1969 og 1982.  Besti árangur hans í Opna breska var 2. sætið 1978, sem hann deildi með öðrum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dawn Shockley, bandarískur nýliði á LET 2012 fædd 4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 17:00

Lokahóf GSÍ fer fram næstkomandi laugardag

Lokahóf GSÍ fer fram laugardaginn 8. september næstkomandi í höfuðstöðvum Eimskipafélags Íslands að Korngörðum 4. Hófið hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 20:00. Á lokahófinu verða krýndir stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni og Unglingamótaraðar Arion banka auk KPMG bikarmeistaranna. Jafnframt verður Júlíusarbikarinn afhentur en þann bikar hlýtur sá kylfingur, sem er á lægsta meðalskorinu á Eimskipsmótaröðinni í ár. Stigameistaratitlar klúbba verða einnig afhentir á hófinu. Þá verða efnilegustu kylfingar ársins tilnefndir. Eimskipafélag Íslands og Golfsambandið bjóða alla velkomna á lokahófið og vonast til að sjá sem flesta. Dagskrá Lokahófs GSÍ 2012: Hófið hefst – léttar veitingar Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélags Íslands býður gesti velkomna Stigameistarar Arion bankamótaraða krýndir KPMG bikarmeistarar krýndir Stigameistaratitlar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 15:30

Nokkrir hafa fundið golfbolta í afmælisleik Hótel Sögu – enn margir golfboltar dreifðir á golfvöllum landsins!

Nú er um að gera að fara að spila golf í góða veðrinu á fyrstu haustdögum ársins. Kylfingar hafa verið nokkuð lunknir við að finna golfbolta í afmælisleik Radison blu – Hótel Sögu.  En þrátt fyrir það er enn fjöldi Hótel Sögu bolta á golfvöllum landsins, sem enn eru ófundnir þannig að það er um að gera að hafa augun opin þegar færi gefst til golfleiks. Góðir glaðningar í boði Hótel Sögu eru í boði fyrir þann, sem finnur bolta í afmælisleiknum. Svona þarf golfboltinn að vera merktur til þess að hægt sé að nálgast vinning á Hótel Sögu: Meðal þeirra nýjustu, sem fundið hafa golfbolta frá Hótel Sögu er Heimir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (10. grein af 34): Clare Queen

Clare Queen er ein af 4 stúlkum sem urðu í 22. sæti á Q-school LET nú fyrr á árinu og hlutu því kortin sín á LET fyrir keppnistímabilið 2012. Hinar stúlkurnar eru: Yu Yang Zhang, Chrisje De Vries og Stephanie Na, en þær verða kynntar á næstu dögum. Clare Queen er skosk, fædd í Glasgow 29. apríl 1983 og því 29 ára. Sem áhugamaður sigraði hún m.a. á Girls British Open 2001; varð  breskur meistari í höggleik 2004 og var í 3. sæti á heimslista áhugamanna. Queen gerðist atvinnumaður í golfi 27. nóvember 2005. Hún komst strax næsta á á Evrópumótaröð kvenna, þar sem hún hefir spilað óslitið síðan. Clare Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 14:00

PGA: Tiger fyrstur til að komast yfir $100 milljóna markið í verðlaunafé

Tiger Woods varð í 3. sæti á Deutsche Bank Championship á TPC Boston í gær. Hann náði ekki 75. sigri ferils síns. Hins vegar náði hann öðru meti. Með verðlaunafé sínu sem hann hlaut fyrir 3. sætið varð hann sá fyrsti til þess að vinna sér inn meira en $ 100 milljónir. Fyrir 3. sætið hlaut Tiger $544,000. Fyrir mótið var hann kominn í  $99,806,700 í verðlaunafé á ferli sínum og því er verðlaunafé það sem hann hefir unnið sér inn komið í $100,350,700. Aðspurður um að hafa náð þessum áfanga sagði Tiger að hann hefði ekki unnið allt eins mörg mót og Sam Snead, sem vann 82 mót á PGA Tour, Lesa meira