Cheyenne Woods á 77 höggum eftir 1. hring Q-school LPGA
Cheyenne Woods, fyrrum skólafélagi og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, í golfliði Wake Forest, tekur nú þátt í 1. stigi Q-school LPGA. Það eru 240 þátttakendur. Og Cheyenne gekk ekki vel.
Hún kom inn í gær á 5 yfir pari, 77 höggum.
„Ég fann kannski aðeins fyrir pressunni,“ viðurkenndi Cheyenne. „Þetta er Q-school og það veltur mikið á útkomunni hér.“
Cheyenne tók þátt í nokkrum mótum á SunCoast Ladies Series í Flórída, og vann fyrsta mótið sitt á þeirri mótaröð 67-68-69 á Champions golfvellinum, sama golfvelli og útrökumótið fyrir Q-school LPGA fer fram á.
„Maður verður að læra að sigra,“ sagði Cheyenne sem m.a. hlaut hamingjuóskir frá frænda sínum fræga, Tiger Woods og $ 3000 í verðlaunafé. Tiger skreið yfir $ 100 milljóna markið í verðlaunafé á ferli sínum, fyrir stuttu.
Eftir 7 hringi á LPGA fyrir þriðjudaginn þá var meðaltalsskor Cheyenne 69,1. Þannig að 77 högga hryllingurinn kom Cheyenne á óvart.
„Ég fann bara ekki ritmann í dag (gær),“ sagði Cheynne, sem fékk skolla á 1. holu sína.
Cheyenne mun spila á fyrsta móti sínu á Symetra Tour í Charlotte NC á undanþágu styrktaraðila. Í október þ.e. næsta mánuði mun hún síðan spila í Suður-Kóreu í fyrsta sinn á LPGA KEB HanaBank Championship, sem er eitt af best sóttu mótum LPGA. Kóreanskir aðdáendur verða eflaust glaðir að sjá þessa stúlku sem er með bros, sem líkist svo mjög brosi Tiger.
Ef Cheynne nær aftur að spila eins og hún getur svo vel eru enn eftir 2 stig Q-school sem hún þarf að fara í gegnum til þess að fá kortið sitt. Það eru 60 efstu og þær sem eru jafnar í 60. sætinu sem halda áfram í 2. stig Q-school LPGA í Venice, Flórída. Lokastigið fer fram á LPGA International.
En hvað sem öðru líður þá er ekki stærra nafn í Q-school en Woods og ef út í það er farið ekki stærra nafn í golfinu yfir höfuð.
Heimild: Golfweek
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024