Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 17:00

Lokahóf GSÍ fer fram næstkomandi laugardag

Lokahóf GSÍ fer fram laugardaginn 8. september næstkomandi í höfuðstöðvum Eimskipafélags Íslands að Korngörðum 4.

Hófið hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 20:00. Á lokahófinu verða krýndir stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni og Unglingamótaraðar Arion banka auk KPMG bikarmeistaranna.

Jafnframt verður Júlíusarbikarinn afhentur en þann bikar hlýtur sá kylfingur, sem er á lægsta meðalskorinu á Eimskipsmótaröðinni í ár. Stigameistaratitlar klúbba verða einnig afhentir á hófinu.

Þá verða efnilegustu kylfingar ársins tilnefndir. Eimskipafélag Íslands og Golfsambandið bjóða alla velkomna á lokahófið og vonast til að sjá sem flesta.

Dagskrá Lokahófs GSÍ 2012:

Hófið hefst – léttar veitingar

Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélags Íslands býður gesti velkomna

Stigameistarar Arion bankamótaraða krýndir

KPMG bikarmeistarar krýndir

Stigameistaratitlar klúbba afhentir

Júlíusarbikarinn afhentur

Efnilegustu kylfingarnir krýndir

Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar krýndir

Heimild: golf.is