Lokahóf GSÍ fer fram næstkomandi laugardag
Lokahóf GSÍ fer fram laugardaginn 8. september næstkomandi í höfuðstöðvum Eimskipafélags Íslands að Korngörðum 4.
Hófið hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 20:00. Á lokahófinu verða krýndir stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni og Unglingamótaraðar Arion banka auk KPMG bikarmeistaranna.
Jafnframt verður Júlíusarbikarinn afhentur en þann bikar hlýtur sá kylfingur, sem er á lægsta meðalskorinu á Eimskipsmótaröðinni í ár. Stigameistaratitlar klúbba verða einnig afhentir á hófinu.
Þá verða efnilegustu kylfingar ársins tilnefndir. Eimskipafélag Íslands og Golfsambandið bjóða alla velkomna á lokahófið og vonast til að sjá sem flesta.
Dagskrá Lokahófs GSÍ 2012:
Hófið hefst – léttar veitingar
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélags Íslands býður gesti velkomna
Stigameistarar Arion bankamótaraða krýndir
KPMG bikarmeistarar krýndir
Stigameistaratitlar klúbba afhentir
Júlíusarbikarinn afhentur
Efnilegustu kylfingarnir krýndir
Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar krýndir
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024