
PGA: Tiger fyrstur til að komast yfir $100 milljóna markið í verðlaunafé
Tiger Woods varð í 3. sæti á Deutsche Bank Championship á TPC Boston í gær. Hann náði ekki 75. sigri ferils síns. Hins vegar náði hann öðru meti. Með verðlaunafé sínu sem hann hlaut fyrir 3. sætið varð hann sá fyrsti til þess að vinna sér inn meira en $ 100 milljónir.
Fyrir 3. sætið hlaut Tiger $544,000. Fyrir mótið var hann kominn í $99,806,700 í verðlaunafé á ferli sínum og því er verðlaunafé það sem hann hefir unnið sér inn komið í $100,350,700.
Aðspurður um að hafa náð þessum áfanga sagði Tiger að hann hefði ekki unnið allt eins mörg mót og Sam Snead, sem vann 82 mót á PGA Tour, flest allra.
„Ég hef unnið færri mót en Sam Snead,“ sagði Tiger. „Augljóslega voum við að spila golf á öðrum tímaskeiðum. Það vildi bara svo til að ég er að spila á tíma þar sem verðlaunaféð er hátt.“
Augljóslega hefir Tiger lagt sitt af mörkum til þess að verðlaunafé það sem hann hefir unnið sér inn er svo hátt sem raun ber vitni.
Hann sýndi takta gamallar snilli þegar hann spilaði á 7 undir pari, 64 höggum á 1. hring Deutsche Bank Championship. Allt í allt varð hann 18 undir pari aðeins 2 höggum á eftir Rory.
„Leikurinn minn er allur að koma. Ég er ánægður með framfarirnar sem ég hef tekið í vikunni og virkilega ánægður með hvernig boltinn rúllaði. Ég var að pútta vel alla vikuna, þannig að það er jákvætt.“
Heimild: pgatour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024