Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 03:30

Ólafur Björn í 3.-6. sæti eftir 1. hring í 1. móti sínu sem atvinnumaður

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði í gær  fyrsta hring sinn í móti sínu sem atvinnumaður, þ.e. í  Olde Sycamore Golf Plantation mótinu í Norður-Karólínu.  Mótið er hluti af Carolinas Pro Golf Tour mótaröðinni. Þátttaka Ólafs Björns í mótinu er hluti af undirbúningi hans fyrir úrtökumót sem hann fer í  fyrir PGA Tour, í Dallas síðar í mánuðnum.

Ólafi gengur vel í mótinu. Hann spilaði á 1 undir pari, 71 höggi í gær og deilir 3. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Olde Sycmore Golf Plantation mótinu SMELLIÐ HÉR: