Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 18:30

Anna Rawson og Golfpunk eru komin fram á sjónarsviðið aftur

Árið 2003 kom fram á sjónarsviðið í Englandi smart golftímarit sem bar nafnið GolfPunk. Slagorð tímaritsins var: „The Golf Mag for The Rest Of Us.“ (eða m.ö.o. „golftímaritið fyrir okkur hin“) – Golf með stæl(a). Og það sem prýddi forsíðuna voru frægar myndir af ástralska módelinu og síðar LPGA kylfingnum Önnu Rawson.  Það var vegna myndaseríanna í  GolfPunk sem Anna Rawson hlaut fyrst athygli.

En útgáfubransinn og tímaritabransinn er harður heimur. Og uppáhaldsgolftímarit margra, GolfPunk, leið undir lok. Leiðir skildu hjá frumkvöðlum tímaritsins 2006.

En nú eru þau – þ.e. GolfPunk og Anna Rawson, komin aftur fram á sjónarsviðið. Gamla teymið farið að vinna saman aftur. GolfPunk er nefnilega orðinn  „a digital-only format“ fjölmiðill – þ.e. tímarit, sem eingöngu er gefið út á netinu. Þið getið lesið fyrstu útgáfuna, sem er sneisafull af góðu golfefni með því að  SMELLA HÉR:

Það er hægt að skoða tímaritið í smartsímum, á ipödum og í öðrum farsímatækjum.

Meðal efnis í fyrstu netútgáfu  GolfPunk er viðtal við „gömlu vinkonu okkar“  Önnu Rawson. Í viðtalinu fer Rawson yfir það sem á daga hennar hefir drifið frá því að hún hætti í keppnisgolfi. Meðal þess, sem hún hefir verið að vinna að er sjónvarpsþáttur fyrir CBS.

SJÁ MÁ VIÐTALIÐ VIÐ ÖNNU RAWSON MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR: 

SJÁ MÁ FLEIRI MYNDIR AF ÖNNU RAWSON HÉR: