LET: Caroline Hedwall leiðir fyrir lokhringinn í Vín
Það var hin 23 ára, sænska Caroline Hedwall, sem sýndi mátt sinn og meginn og leiðir fyrir lokahring á UNIQA Ladies Golf Open mótinu styrktu af Raiffeisen, sem fram fer á Föhrenwald golfvellinum, rétt fyrir utan Vín í Austurríki. Hedwall, sem virðist líkleg til að verja titil sinn, spilaði á samtals 11 undir pari, (67 66). Í 2. sæti 2 höggum á eftir er sú sem deildi fyrsta sætinu með Hedwall, ástralska stúlkan Alison Whitaker, á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68). Þriðja sætinu deila Melissa Reid frá Englandi og Nontoya Srisawang frá Thaílandi á 6 undir pari, samtals 138 höggum hvor; Reid (71 67) og Srisawang (70 68). Laura Davies Lesa meira
Evróputúrinn: Peter Hanson sýndi hörku að mæta til leiks á KLM Open í dag
Sænski kylfingurinn Peter Hanson sýndi hörku að mæta til leiks í Hilversumsche á KLM Open í dag. Hann var T-2 í gær búinn að spila á samtals 8 undir pari, samtals 132 höggum. Sonur Hansons, sem er 1 1/2 árs fékk RS vírus, sem getur verið hættulegur svo ungum börnum. Flytja þurfti snáðann litla á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél og honum m.a. gefinn vökvi í æð. Hanson vakti alla nóttina yfir syninum, en mætti engu að síður til leiks í morgun. Hanson sagði að hugurinn hefði verið hjá syninum og skort á einbeitingu í leik hans í dag á 3. hring. Engu að síður er Peter Lesa meira
Yngra lið Reykjavíkurúrvalsins sigraði lið Landsbyggðarinnar 17-7 í keppninni um KPMG bikarinn
Reykjavíkurúrvalið vann tvöfalt í KPMG bikarnum í ár. Yngri kylfingar ú Reykjavíkurúrvalinnu voru rétt í þessu að tryggja sér sigur yfir landsbyggðarúrvalinu, sigurinn var nokkuð sannfærandi og enduðu leikar þannig að Reykjavíkurúrvalið fékk 17 vinninga gegn 7 vinningum landsbyggðar.
Eldra lið Reykjavíkurúrvalsins sigraði lið Landsbyggðarinnar 12-2 í keppni um KPMG bikarinn
Reykjavíkurúrvalið vann stórsigur 22 gegn 2 á landsbyggðarúrvalinu í KPMG bikarnum í golfi í eldri flokki 55 ára og eldri. Fyrir daginn í dag hafði Reykjavíkurúrvalið mun betri stöðu enda unnu þeir 10 leiki af 12 í fjórmenningi og fjórleik í gær. Algjör einstefna var í dag og fékk Reykjavíkurúrvalið fullt hús eða 12 stig og þar með KPMG bikarinn þriðja árið í röð. Lokastaðan varð 22 vinningar gegn 2.
Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Wünsche – 8. september 2012
Það er þýski kylfingurinn Daníel Wünsche, sem er afmæliskylfingur dagsins. Daníel er fæddur 8. september 1985 og á því 27 ára afmæli í dag. Hann er frá Friedrichshafen í Þýskalandi. Daníel byrjaði að spila golf 12 ára en hefir spilað á EPD Tour ásamt þeim Stefáni Má Stefánssyni, GR og Þórði Rafni Gissurarsyni, GR í ár og eins á einstaka móti á Áskorendamótaröðinni. Heima í Þýskalandi er Daníel í golfklúbbnum í Gliching, rétt fyrir utan München, en var áður í Mannheim- Viernheim golfklúbbnum, enda fluttist Daníel til Gliching 2008 þegar hann gerðist atvinnumaður í golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margrét Elsa Sigurðardóttir (46 ára) Ólína Þorvarðardóttir (54 ára) Lesa meira
Birgir Leifur lék 3. hring á 76 höggum á M2M Russian Challenge Cup
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem komst í gegnum niðurskurð á M2M Russian Challenge Cup í gær spilaði á 76 höggum í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Á fyrri 9 fékk Birgir Leifur fugl á 2. holu, og síðan tvo skolla og einn skramba. Á seinni 9 fékk Birgir Leifur hins fugl og skramba. Spilað er á Tsleevo golfvellinum, sem Jack Nicklaus telur einn af bestu golfvöllum, sem hann hefir hannað (Golf 1 var með kynningu á Tsleevo nýlega sem sjá má með því að SMELLA HÉR: ) Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á lokahringnum á morgun!!! Til þess að fylgjast með stöðu mála á 3. hring M2M mótsins Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (14. grein af 34): Sophie Walker
Á næstu dögum verða kynntar þær stúlkur sem urðu í 19. sæti Q-school LET á La Manga golfvellinum á Spáni fyrr á árinu. Þær sem deildu 19. sætinu eru enska stúlkan Sophie Walker, bandaríska stúlkan Meaghan Francella og Tandi Cunningham frá Suður-Afríku. Byrjað verður á Sophie Walker. Í Q-school var skor hennar á hringjunum fimm 365 högg (75 70 77 69 74) og það dugði í 19. sætið og spilar Sophie á LET nú í ár, sem 4 árin þar á undan. Sophie fæddist í Grimsby 9. ágúst 1984 og er því nýorðin 28 ára. Hún segist fyrst hafa haldið á golfkylfu 18 mánaða. Það var pabbi hennar sem var forfallinn Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýjasta leynivopn Bubba Watson – FootJoy GTxtreme golfhanskinn
Rétta gripið hefir gríðarleg áhrif á golfsveifluna og að vera með rétta golfhanskann getur breytt öllu. Golfhanski sem ekki passar eða endist illa við ólík veðurskilyrði getur beinlínis haft eyðileggjandi áhrif á golfleik ykkar. Til þess að kylfingar fengju þétt grip við allar aðstæður þá hannaði og kynnti FootJoy nýlega GTxtreme golfhanskann, sem fyrirtækið segir að standi fremst í golfgripstækninni þ.e. í því að auka gripið og endingu við allar aðstæður á golfvellinum. Í FootJoy GTxtreme golfhanskann er notuð nýjasta leðurtækni, þar sem sameinast digital FiberSof™ efni (sjá nr. 1 á mynd í fréttaglugga), sem hjálpar til við að auka golfgrip og endingu. Mjúka FiberSof™ efnið á bakhlið hanskans saman með Lesa meira
LPGA: Jiyai Shin enn í forystu eftir 2. dag á Kingsmill Championship
Fyrrum nr. 1 í heiminum í kvennagolfinu, Jiyai Shin frá Suður-Kóreu, er enn í forystunni eftir 2. dag á Kingsmill Championship, í Williamsburg, Virginia. Shin er búin að spila á 12 undir pari, samtals 130 höggum (62 68). Aðspurð hvort hún kynni betur við að vera í forystunni allan tímann eða vera meðal efstu og taka það á síðustu metrunum þá svaraði Jiyai: „Ég held að svarið hjá öllum sé það sama. Mér líkar það virkilega að vera á toppnum, en því getur líka fylgt pressa […] ég reyni bara að einbeita mér að leik mínum.“ Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti er bandaríska stúlkan Danielle Kang og Lesa meira
PGA: Vijay Singh í forystu þegar BMW Championship er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Það er Vijay Singh sem er í forsytu þegar BMW Championship er hálfnað. Hann er búinn að spila hringina 2 á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66). Í 2. sæti eru Tiger (65 67), Rory McIlroy (64 68) og Ryan Moore (66 66) aðeins 1 höggi á eftir Singh. Fimmta sætinu deila síðan Lee Westwood (68 65) og Bo Van Pelt (64 69). Til þess að sjá stöðuna á BMW Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 2. dags á BMW Championship, sem Steve Stricker átti SMELLIÐ HÉR:










