Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2012 | 09:00

Golfútbúnaður: Nýjasta leynivopn Bubba Watson – FootJoy GTxtreme golfhanskinn

Rétta gripið hefir gríðarleg áhrif á golfsveifluna og að vera með rétta golfhanskann getur breytt öllu. Golfhanski sem ekki passar eða endist illa við ólík veðurskilyrði getur beinlínis haft eyðileggjandi áhrif á golfleik ykkar.

GTxtreme golfhanskinn frá FootJoy

Til þess að kylfingar fengju þétt grip við allar aðstæður þá hannaði og kynnti FootJoy nýlega GTxtreme golfhanskann, sem fyrirtækið segir að standi fremst í golfgripstækninni þ.e. í því að auka gripið og endingu við allar aðstæður á golfvellinum. Í FootJoy GTxtreme golfhanskann er notuð nýjasta leðurtækni, þar sem sameinast digital FiberSof™ efni (sjá nr. 1 á mynd í fréttaglugga), sem hjálpar til við að auka golfgrip og endingu.  Mjúka FiberSof™ efnið á bakhlið hanskans saman með PowerNet™ möskva (sjá nr. 2 á mynd í fréttaglugga) og  Power-Locking lokunartækni hanskans (sjá nr. 3 á mynd í fréttaglugga) sér til þess að hanskinn passar, er til þægindaauka og sem klæðskerasniðinn. Leggið alla þessa tækni saman í eitt og út kemur einn besti golfhanski sem völ er  á nú og sá besti í manna minnum.

Bubba Watson með nýja GTxtreme golfhanskann á Opna breska 2012 á Royal Lytham and St Annes

Bubba Watson sigurvegari á the Masters 2012 var sá fyrsti til að nota FootJoy GTxtreme golfhanskann á Opna breska í júlí á  Royal Lytham & St. Annes golfvellinum í Lancashire, á Englandi. Skv. FootJoy, notaði Watson hanskann á öllum hringjum sínum á Opna breska og á hverjum hring sem hann hefir spilað eftir það. Watson varð T-23 á Opna breska, en hefir verið ánægður með GTxtreme. „Þegar ég var í GTxtreme,“ sagði Watson „var allt varðandi hanskann frábært! Hann gefur mér meiri stjórn, þannig að ég get náð mínum besta árangri.“

„Í GTxtreme kemur það besta af öllu saman; frábær gripárangur við allar aðstæður, hámarks ending, þægindi, yfirburða sveigjanleiki og öndun og nákvæm aðlögun að hendinni,“ sagði María  Bonzagni, yfirframkvæmdastjóri alþjóðlegrar markaðsdeildar  FootJoy golfhanska og golfaukahluta.

Saumarnir á nýja GTxtreme golfhanskanum

„Nýi GTxtreme golfhanskinn er viss með að slá í gegn.“

Skv. FootJoy er GTxtreme hannaður með hámarks endingu í huga en í hann er notað sérstakt leður í lófa og kringum þumalsvæðið, sem styrkir hanskann við jafnvel erfiðustu aðstæður. Með hanskanum kemur einnig QMark™ boltamerkið, sem er á hanskanum, og er handhægt þegar merkja þarf boltann.

GTxtreme fór í smásölu í Bandaríkjunum fyrir viku síðan þ.e. 1. september 2012.

Lesa má meira um FootJoy GT Extreme golfhanskann á heimasíðu hanskans SMELLIÐ HÉR: