Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2012 | 11:55

Birgir Leifur lék 3. hring á 76 höggum á M2M Russian Challenge Cup

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem komst í gegnum niðurskurð á M2M Russian Challenge Cup í gær spilaði á 76 höggum í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Á fyrri 9 fékk Birgir Leifur fugl á 2. holu, og síðan tvo skolla og einn skramba. Á seinni 9 fékk Birgir Leifur hins fugl og skramba.

Spilað er á Tsleevo golfvellinum, sem Jack Nicklaus telur einn af bestu golfvöllum, sem hann hefir hannað (Golf 1 var með kynningu á Tsleevo nýlega sem sjá má með því að SMELLA HÉR: )

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á lokahringnum á morgun!!!

Til þess að fylgjast með stöðu mála á 3. hring M2M mótsins á Tsleevo golfvellinum í Rússlandi SMELLIÐ HÉR: