Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 17:30

LET: Caroline Hedwall sigraði í Vín

Caroline Hedwall vann sannfærandi sigur á keppninautum sínum í dag á UNIQA Ladies Golf Open, í Föhrenwald rétt fyrir utan Vín í Austurríki. Þetta er í 2. sinn sem Caroline sigrar, en með sigri sínum í dag varði hún titil sinn frá því í fyrra. Caroline spilaði á 13 undir pari, 203 höggum (66 67 70). „Ég er mjög ánægð sérstaklega þar sem ég er að spila í fyrsta sinn eftir meiðsli. Þetta er miklu meira en ég gæti hafa vonast eftir. Ég bjóst alveg örugglega ekki við að sigra og vildi bara komast í gegnum niðruskurð en fann mig og spilaði virkilega vel,“ sagði Caroline Hedwall, þegar sigurinn var í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Peter Hanson sigraði á KLM Open

Svíinn Peter Hanson sigraði á KLM Open. Hann spilaði á samtals 14 undir pari, 266 höggum (66 66 67 67). Þetta er 5. sigur Hansons á Evróputúrnum. Hanson átti 2 högg á Skotann Richie Ramsay og Spánverjann Pablo Larrazábal og hirti sigurtékkann upp á € 300.000,-  Í 4. sæti varð Skotinn Scott Jamieson, á 11 undir pari,  269 höggum. Það besta í huga Hansons er þó að strákurinn hans litli, Tim, sem fékk RS vírus og varð að fara á sjúkrahús og olli pabba sínum miklum áhyggjum er á góðum batavegi. „Hann hefir komist yfir þetta og líður betur og betur sem er það mikilvægasta af öllu,“ sagði Hanson aðspurður um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (4. grein af 4)

Hér er komið að 4. og síðustu greininni um Brandt Snedeker.  Verður hér fjallað um gengi hans í ár og s.l. ár: 2011 Snedeker var óstöðugur í byrjun árs 2011 og komst ekki í gegnum niðurskurð á fyrsta móti sínu Bob Hope Classic, en síðan fylgdi hann því eftir með tveimur topp-10 áröngrum í röð þ.e. á Farmers Insurance Open og á Waste Management Phoenix Open. Síðan komst hann tvívegis ekki í gegnum niðurskurð og dró sig einu sinni úr móti þ.e. Honda Classic til þess að vera viðstaddur fæðingu fyrsta barns síns, dótturinnar Lily. Hann sneri aftur á Túrinn eftir fæðinguna og frumburðurinn virðist hafa haft góð áhrif á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Signý Arnórsdóttir – 9. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Arnórsdóttir. Signý er fædd 9. september 1990 og því 22 ára í dag. Hún er í golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2012, annað árið í röð. Hún tók við stigameistarabikarnum í lokahófi GSÍ sem fram fór í höfuðstöðvum Eimskips að Korngörðum 4, í gær. Signý er m.a. Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við stigameistara GSÍ 2011 og 2012 Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið og frábæran árangur í ár!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 11:30

Birgir Leifur lauk leik á 73 höggum á M2M Russian Challenge Cup

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk leik á M2M Russian Challenge Cup og spilaði lokahringinn á 73 höggum í dag. Þetta er besti hringur Birgis Leifs, ásamt 1. hring en þá lék Birgir Leifur líka á 73.  Í dag fékk Birgir Leifur 1 fugl og 2 skolla á fyrri 9 og 1 fugl og 1 skolla á seinni 9. Samtals lék Birgir Leifur á 9 yfir pari, 297 höggum (73, 75 76, 73) og deildi 52. sætinu með 3 öðrum kylfingum: Þjóðverjanum Nicolas Meitinger, Skotanum Scott Henry og Wales-verjanum Garry Houston. Spilað var á Tsleevo golfvellinum, sem Jack Nicklaus telur einn af bestu golfvöllum, sem hann hefir hannað (Golf 1 var með kynningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (15. grein af 34): Meaghan Francella

Hver er kylfingurinn Meaghan Francella? Eins konar John Daly og Ian Poulter kvennagolfsins, a.m.k. hvað fataval varðar? Meaghan er bandarísk og ein af 3 stúlkum sem varð í 22. sæti í Q-school LET fyrr á árinu og hefir því verið að spila í Evrópu 2012 á Evrópumótaröð kvenna. Hinar eru Sophie Walker frá Englandi, sem kynnt var í gær og Tandi Cunningham, frá Suður-Afríku, sem kynnt verður á morgun. En lítum fyrst á feril Meaghan. Bernska og áhugamannaferill Meaghan Francella fæddist 12. maí 1982 í Port Chester, New York og varð tvívegis ríkismeistari í unglingaflokki. Hún var í the School of the Holy Child í Rye, New York. Eftir menntaskólann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 09:00

Öldungamótaröð Evrópu: Peter Mitchell fékk Porsche Panamera fyrir að fara holu í höggi!!!

Englendingurinn Peter Mitchell tók þátt í Pon Senior Open á golfvelli WINSTON.golf í Vorbeck í Schwerin í Þýskalandi. Mótið er hluti af Öldungamótaröð Evrópu. Mitchell sem er 54 ára náði draumahögginu á 7. braut …. og hlaut í verðlaun glænýjan Porsche Panamera… svipuðum þeim sem Gylfi Þór Sigurðsson ekur um á, nema hvítur!!! Par-3, 7. holan er 140 metra löng og við höggið góða notaði Mitchell 9-járn. Hann sagðist ekki hafa trúað því að boltinn hefði farið ofan í holu. „Ég sló bara eins og venjulega og hafði ekki hugmynd um hvernig til tókst.“ Porsche Panamera er um € 100.000,- virði (þ.e. 16,5 milljóna íslenskra króna) og kemst úr 0 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 05:00

PGA: Phil Mickelson: „Fuglaveisla í vændum“ – myndskeið

Það er Phil Mickelson sem kom sér í forystu ásamt Fidji-eyingnum Vijay Singh með frábærum hring upp á 64 högg á BMW Championship.  Hann fékk 10 fugla og 2 skolla á frábærum hring sínum, sem kom honum í forystuna. Phil segir m.a. í stuttu viðtali, sem tekið var við hann eftir hringinn og sjá má í myndskeiði hér fyrir neðan að dagurinn hafi verið skemmtilegur þar sem svo mörg pútt hafi dottið. Þetta er sjöundi hringurinn hans í röð með skor undir 70 og hann segir góðan árangur á 3. hring BMW Championship m.a. að þakka góðum aðstæðum, völlurinn hafi verið mjúkur og tekið vel við fuglapúttum. Phil segist enn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 04:00

LPGA: Bleiki pardusinn kominn á stjá – Paula Creamer leiðir fyrir lokahringinn í Kingsmill

Það er bleiki pardusinn Paula Creamer sem leiðir fyrir lokahring Kingsmill Championship í Kingsmill golfstaðnum, í Williamsburg, Virginiu. Paula er búin að spila á 16 undir pari, samtals 197 höggum (65 67 65) og hefir tveggja högga forystu á Jiyai Shin frá Suður-Kóreu, sem er í 2. sæti og er búin að leiða allt mótið. Paula er í 16. sæti á heimslista kvenna sem stendur, en það gæti breyst standi hún uppi sem sigurvegari í kvöld. Hún hefir ekki sigrað í móti frá því á US Open 2010. „Nei, ég hef ekki sigrað mót í 2 ár,“ sagði Creamer eftir hringinn í gær. „Það virðist eins og heil eilífð, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 03:30

PGA: Vijay Singh og Phil Mickelson í forystu fyrir lokahring BMW Championship

Það eru Vijay Singh og Phil Mickelson sem leiða fyrir lokahring BMW Championship. Singh og Mickelson eru báðir búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Singh (65 66 69) og Mickelson (69 67 64). Þriðja sætinu deila Lee Westwood og Rory McIlroy nr. 1 í heimi aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum þ.e. á 15 undir pari samtals hvor. Í fimmta sæti eru síðan Adam Scott, Robert Garrigus og Dustin Johnson á 14 undir pari hver. Einn í 8. sæti er síðan Tiger Woods á 13 undir pari, 3 höggum á eftir þeim Singh og Mickelson. Aðeins 4 högg skilja þann í 1. og 11. sæti að, Lesa meira