Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2012 | 03:45

LPGA: Jiyai Shin enn í forystu eftir 2. dag á Kingsmill Championship

Fyrrum nr. 1 í heiminum í kvennagolfinu, Jiyai Shin frá Suður-Kóreu, er enn í forystunni eftir 2. dag á Kingsmill Championship, í Williamsburg, Virginia. Shin er búin að spila á 12 undir pari, samtals 130 höggum (62 68).

Aðspurð hvort hún kynni betur við að vera í forystunni allan tímann eða vera meðal efstu og taka það á síðustu metrunum þá svaraði Jiyai: „Ég held að svarið hjá öllum sé það sama. Mér líkar það virkilega að vera á toppnum, en því getur líka fylgt pressa  […] ég reyni bara að einbeita mér að leik mínum.“

Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti er bandaríska stúlkan Danielle Kang og 3. sætinu deila Paula Creamer og Dewi Claire Schreefel á 10 undir pari, 132 höggum, hvor.

Azahara Muñoz og Lexi Thompson eru síðan í 5. sæti á 9 undir pari; Aza (65 68) og Lexi (67 66).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: