Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 03:00

LET: Caroline Hedwall leiðir fyrir lokhringinn í Vín

Það var hin 23 ára, sænska Caroline Hedwall, sem sýndi mátt sinn og meginn og leiðir fyrir lokahring á UNIQA Ladies Golf Open mótinu styrktu af Raiffeisen, sem fram fer á Föhrenwald golfvellinum, rétt fyrir utan Vín í Austurríki. Hedwall, sem virðist líkleg til að verja titil sinn, spilaði á samtals 11 undir pari, (67 66).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir er sú sem deildi fyrsta sætinu með Hedwall, ástralska stúlkan Alison Whitaker, á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68).

Þriðja sætinu deila Melissa Reid frá Englandi og Nontoya Srisawang frá Thaílandi á 6 undir pari, samtals 138 höggum hvor; Reid (71 67) og Srisawang  (70 68).

Laura Davies er síðan ein af 6 sem deila 5. sætinu en allar hafa þær spilað á 5 undir pari, samtals 139 höggum, hver og Carly Booth er ein af 7 sem deila 11. sætinu á samtals 4 undir pari, samtals 140 höggum þ.e. 7 höggum á eftir Hedwall.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru þýski kylfingurinn Caroline Masson, hin ítalska Sophie Sandolo og Jacqueline Hedwall, tvíburasystir Caroline Hedwall.

Til þess að sjá stöðuna á UNIQA Ladies Golf Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: