Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Peter Hanson sýndi hörku að mæta til leiks á KLM Open í dag

Sænski kylfingurinn Peter Hanson sýndi hörku að mæta til leiks í Hilversumsche á KLM Open í dag.  Hann var T-2  í gær búinn að spila á samtals 8 undir pari, samtals 132 höggum.

Sonur Hansons, sem er 1 1/2 árs fékk RS vírus, sem getur verið hættulegur svo ungum börnum. Flytja þurfti snáðann litla á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél og honum m.a. gefinn vökvi í æð.  Hanson vakti alla nóttina yfir syninum, en mætti engu að síður til leiks í morgun.

Hanson sagði að hugurinn hefði verið hjá syninum og skort á einbeitingu í leik hans í dag á 3. hring. Engu að síður er Peter Hanson einn í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir þeim 4 sem leiða fyrir lokahringinn þeim: Graeme Storm, Gonzalo Fdex-Castaño, Scott Jamieson og Pablo Larrazábal.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á KLM Open SMELLIÐ HÉR: