Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson – 10. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Viktorsson. Alfreð er fæddur 10. september 1932 og á því 80 ára stórafmæli í dag!!!! Alfreð er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og stendur mikil golfætt af honum en hann afi Íslandsmeistarans í höggleik 2012, Valdísar Þóru Jónsdóttur, Friðmey Jónsdóttur og Arnars Jónssonar.  Sjálfur er Alfreð frábær kylfingur – hefir verið í fjölda öldungalandsliða, varð m.a. öldungameistari í flokki 70 ára og eldri árið 2002.  Eins er Alfreð meistari GL í öldungaflokki árin 1987-1988, 1997-1998 og 2000.  Golf 1 óskar Alfreð innilega til hamingju með árin 80!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arnold Palmer, 10. september 1929 (83 ára);  Larry Gene Nelson, 10. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 15:30

LPGA: Jiyai Shin sigraði á Kingsmill Champ- ionship eftir 9 holu umspil við Paulu Creamer

Jiyai Shin og Paula Creamer þurftu að spila 9 holur í bráðabana þar til ljóst var hver væri sigurvegari á Kingsmill Championship, sem farið hefir fram nú um helgina í Williamsburg, Virginíu. Í gær varð að fresta bráðabananum vegna myrkurs. Það gerðist þegar 18. holan hafði verið spiluð 8 sinnum og alltaf voru þær stöllur á pari. Í framhaldinu í dag var 16. brautin spiluð – pardusinn þrípúttaði en Shin náði pari og sigraði og hlaut að launum tékka upp á $ 165.000,- Svolítill munur á tékkanum hennar og þeim sem Rory fékk í gær upp á 1,4 milljónir – Launamunur í golfinu sem annarsstaðar!!! Þetta er fyrsti sigur Shin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (16. grein af 34): Tandi Cunningham

Nú er komið að síðustu greininni um stúlkur sem deildu með sér 19. sætinu í Q-School LET. Tvær hafa þegar verið kynntar: Sophie Walker og Meaghan Francella og nú er komið að kynningunni á Tandi Cunningham frá Suður-Afríku. Á morgun verður síðan hafist handa við að kynna þær 3 sem deildu 16. sætinu: Heather Bowie Young, Amelíu Lewis og frönsku stúlkunni Alexöndru Vilatte. En hér er sem sagt kynningin á síðustu stúlkunni til að landa 19. sætinu Tandi Cunningham: Tandi Cunningham fæddist í 17. apríl 1986 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og er því 26 ára. Hún á því sama afmælisdag og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012. Tandi byrjaði að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 12:00

Anna Sólveig og Ragnar Már valin efnilegust á lokahófi GSÍ

Lokahóf Golfsambands Íslands fór fram á laugardagskvöld í höfuðstöðum Eimskipafélags Íslands. Þar voru kylfingum á Eimskipsmótaröðinni, Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni veittir stigameistaratitlar og viðurkenningar fyrir árangurinn á mótaröðunum í sumar. Hefð er fyrir því að velja efnilegustu kylfinga ársins. Að þessu sinni voru það þau Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Ragnar Már Garðarsson úr GKG sem voru valin efnilegust. Anna varð stigameistari í stúlknaflokki 17-18 ára á Arion-banka mótaröðinni í sumar og í öðru sæti í bæði Íslandsmótinu í holukeppni og höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Ragnar Már varð stigameistari í piltaflokki 17-18 ára og sigraði jafnframt í Íslandsmóti unglinga í höggleik. Haraldur Franklín Magnús úr GR, Íslandsmeistari í höggleik og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 11:00

PGA: Hvaða 30 kylfingar fá að spila á Tour Championship?

Tour Championship 4. og lokamótið í FedExCup haustmótaröðinni, sem fer fram ár hvert í East Lake Club er lokatakmark sérhvers háklassakylfings. Sjá má skrá yfir þá heppnu sem fá að keppa í East Lake og jafnframt hina óheppnu í ár sem voru alveg við markið að komast í 30 manna lokahópinn með því að SMELLA HÉR:  Meðal þeirra sem spila í East Lake eru sigurvegari gærdagsins, sem er efstur á FedExCup stigalistanum: Rory McIlroy og Tiger Woods, sem er í 2. sæti FedExCup listans og síðan þeir Nick Watney, Phil Mickelson, Brandt Snedeker, Louis Oosthuizen, DJ, Lee Westwood, Zach Johnson, Jason Dufner, Bubba Watson, Sergio Garcia, Steve Stricker, Keegan Bradley, Luke Donald, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars- dóttir í NGCA All American Scholar liðinu

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG er stúdent í Furman háskólanum í Suður-Karólínu. Hún var í júlí s.l. valin í golflið, sem golfþjálfarar setja saman úr kylfingum sem jafnframt eru bestu námsmenn í háskóla; þ.e. ekki er nóg að vera góður í golfi, sem þó er frumforsenda til þess að fá að vera í liðinu heldur eru þar þeir kylfingar með hæstu meðaleinkunn úr háskólum í Bandaríkjunum. Ingunn sem nemur viðskiptafræði við Furman er með 3.64 í meðaleinkunn, en best er hægt að vera með 4.00 í einkunn s.s. allir vita sem lært hafa í Bandaríkjunum, 4 jafngildir 10 hjá okkur. 3.64 er geysihá meðaleinkunn (u.þ.b. 9.1) og þar að auki er Ingunn Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 03:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson og Haraldur Franklín keppa á Sam Hall Intercollegiate sem hefst í dag

Mississippi State er nýjasta „Íslendingaliðið“ í bandaríska háskólagolfinu með Íslandsmeistarana í höggleik 2011 og 2012 innanborðs, þ.e. þá Axel Bóasson, GK og Harald Franklín Magnús, GR. Báðir taka þeir þátt í Sam Hall Intercollegiate mótinu, fyrsta mótinu á keppnistímabilinu.  Sjá má liðsskipan Mississippi State með því að SMELLA HÉR:  Mótið fer fram í Hattiesburg Country Club í Hattiesburg, Mississippi, dagana 10.-11. september. Golf 1 óskar þeim Axel Bóassyni og Haraldi Franklín góðs gengis í mótinu!!! Fylgjast má með gengi þeirra Axels og Haraldar Franklins með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lið Wake Forest í 14. sæti eftir 1. hring Cougar Classic

Líkt og klúbbfélagi hennar í GR, Berglind Björnsdóttir tekur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þátt í Cougar Classic háskólamótinu í Suður-Karólínu.  Mótið fer fram dagana 9.-11. september og er fyrsta mót 2012-2013 keppnistímabilsins. Ólafíu Þórunni gekk ekki vel á fyrsta hring mótsins, var á 8 yfir pari, 80 höggum, sem er óvenjulegt fyrir hana.  Hún fékk 7 skolla, 1 skramba og 1 fugl. Lið Wake Forest er hins vegar í 14. sæti af 24, sem þátt taka. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis í mótinu! Til þess að sjá stöðuna í Cougar Classic eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 02:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir á 74 eftir 1. dag Cougar Classic

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, er eins og svo margir aðrir af bestu kylfingum landsins, aftur í Bandaríkjunum við nám og golfleik. Hún tekur nú þátt í 1. móti vetrarins ásamt háskólaliði sínu, þ.e. Cougar Classic mótinu, sem fram fer dagana 9.-11. september. Gestgjafinn er  College of Charleston og er spilað í Yeamans Hall Club í Hanahan, Suður-Karólínu. Það eru lið 24 háskóla sem þátt taka og 128 keppendur. UNCG, háskólalið Berglindar deilir 18. sætinu eftir 1. hring og hún sjálf kom inn í gær á 2 yfir pari, 74 höggum og er sem stendur T-49. Golf 1 óskar Berglindi góðs gengis á Cougar Classic!!! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 01:30

PGA: Rory með 2. sigur sinn í röð á FedExCup 2012 – hápunktar og högg 4. dags á BMW Championship

Það er næsta ótrúlegt hvað Rory McIlroy hefir gert s.l. tvær vikur á FedExCup – tveir sigrar í röð!!! Fyrst  Deutsche Bank Championship, og nú sigrar hann á BMW Championship, sem er 2. mótið í röð. Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir því. Rory var svalur allan lokahringinn, skrifaði 6 fugla á skorkortið sitt allt að 18. braut en þrátt fyrir skollann þar var sigurinn aldrei í hættu. Hann lauk 4. hring á 5 undir pari, 67 höggum og tryggði sér þar með 4. sigur sinn á keppnistímabilinu.“ „Því meir sem maður kemur sér í sigurstöðu, því meir sigrar maður og safnar bikurum. Það verður að normi,“ Lesa meira