Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG. Mynd: UNCG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 02:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir á 74 eftir 1. dag Cougar Classic

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, er eins og svo margir aðrir af bestu kylfingum landsins, aftur í Bandaríkjunum við nám og golfleik. Hún tekur nú þátt í 1. móti vetrarins ásamt háskólaliði sínu, þ.e. Cougar Classic mótinu, sem fram fer dagana 9.-11. september. Gestgjafinn er  College of Charleston og er spilað í Yeamans Hall Club í Hanahan, Suður-Karólínu.

Það eru lið 24 háskóla sem þátt taka og 128 keppendur. UNCG, háskólalið Berglindar deilir 18. sætinu eftir 1. hring og hún sjálf kom inn í gær á 2 yfir pari, 74 höggum og er sem stendur T-49.

Golf 1 óskar Berglindi góðs gengis á Cougar Classic!!!

Til þess að sjá stöðuna í Cougar Classic eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: